Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Side 205
ÞÓR MAGNÚSSON
ÁRSSKÝRSLA ÞJÓÐMINJASAFNS 1999
Þjóðminjaráð
Þjóðminjaráð var skipað eins og árið áður. Það hélt 11 fundi á árinu, sérstaka
fundi í Reykholti, á Hvolsvelli og Keldum og í Nesstofusafni til að kynnast að-
stæðum og framkvæmdum þar. Ráðið fjallaði um rekstur safnsins og málefni
þjóðminjavörzlunnar, svo sem fjármál, sýningar og lán á gripum til útlanda.
Þjóðminjasafnið
I safnhúsinu voru engar sýningar, en önnur starfsemi safnsins var eftir því sem
aðstæður leyfðu. Margir starfsmenn voru þó bundnir langtímum saman við
flutninga safnsins.
Safnið fékk nýtt geymslu- og vinnuhús að Vesturvör 16-20 í Kópavogi, þar
sem áður var Dósaverksmiðjan. Húsið var tekið á leigu í marz 1998, en á árinu
1999 var gengið frá kaupum. Það er um 2.100 ferm. að stærð, um 1.600 ferm.
eru geymslur en um 500 ferm. skrifstofur, vinnustofur forvarða og ljósmyndara.
Húsið var sem bezt búið að kröfum og þörfum safnsins og keyptur þangað
nauðsynlegur búnaður. Öll varðveizla safngripa er nú stórbætt. Þeim er er skipu-
lega raðað í hillur eða settir í rekka, og má þetta hús sannarlega kallast mikill
fengur safninu.
Húsið íVesturvör var afhent í áföngum, en frá miðju ári 1998 stóðu þar yfir
viðgerðir sem Framkvæmdasýsla ríkisins sá um. Framkvæmdir stóðu franr eftir
ári og drógust því flutningar nokkuð. I desember gerði brunamálastjóri athuga-
serndir við brunavarnir hússins.Voru framkvæmdir því stöðvaðar um áramót en
hófust að nýju í marz. Húsið var endurbætt til að uppfýlla kröfur Brunamála-
stofnunar. Sett var vatnsúðakerfi í húsið en argonit-kæfigaskerfi í mynda- og
veftageymslur. Einnig var skipt um þak og sett óbrennanleg einangrun. Lauk því
ekki fyrr en í júlí, en flytja varð samt muni í húsið þótt viðgerð væri ekki lokið.
Öryggisvarzla var því allan vinnutímann, en fullkomin öryggiskerfi eru að sjálf-
sögðu á húsinu.
Undirbúningur flutnings hófst í upphafi árs 1998, en sjálfir flutningarnir í júlí
1998 úr Holtagörðum þegar safninu var sagt upp því húsnæði.Var gripum þaðan
komið fýrir til bráðabirgða í austurrými húsins í Vesturvör, en var í júní 1999
komið endanlega fýrir. Stærstur hluti myndasafnsins, mannamyndasafn og hluti
glerplötusafns, var fluttur í desember 1998 og haldið áfram í maí og lokið í júní.