Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Qupperneq 211
ARSSKYRSLA 1999
215
virkur áhugaljósmyndari á 6. áratugnum, syrpur mynda m. a. daguerrotýpa af
Kristjönu, s.k. Guðbrands Guðbrandssonar ljósmyndara og kaupmanns, gef.
Sveinn Einarsson og Þóra Kristjánsdóttir, og myndasyrpa úr fórum Jóhönnu Jó-
hannsdóttur og uppeldismóður hennar Onnu Magnúsdóttur ljósmyndara á
Akureyri, gef. Anna Johnson.
Getið var tlutninga mynda- og plötusafnsins í Vesturvör í Kópavogi, þar tók
myndadeildin til starfa í upphafi árs. Hún hefur þar þrjú herbergi í vesturenda,
þar sem er skrifstofa deildarstjóra, aðstaða til skoðunar mynda og myndasöfnin
eru varðveitt þar. Vinnustofa ljósmyndara er á neðri hæð. Plötu- og filmusöfn
eru í sérbúnu og kældu herbergi sem fyrr segir, og í sameiginlegu rými er að-
staða til ljósmyndunar og að taka við safnaukum og geyma búnað. I ntiðrými
geymsluhússins eru geymdar innrammaðar myndir í renniskápum.
Að vanda eru bókaútgefendur stærstu viðskiptavinir ljósmyndadeildar, en ein-
staklingar nýta sér þjónustu hennar æ meir. Helztu viðskipti voru vegna útgáfu
Kristnisögu Islendinga. Utsendir reikningar myndadeildar voru um 160 talsins
og nániu sértekjur hennar rúmlega 2 millj. kr.
Tekið var eftir filmum og glerplötum frá Sigurði Guðmundssyni, 974 film-
ublöð og 252 glerplötur, frá Halldóri E. Arnórssyni, 321 filmublað og 220 glerp-
lötur, frá Birni Arnórssyni, 216 filmublöð, frá Sigurði K. Eyvindssyni, 225 plötur
og filrnur, frá Guðmundi A. Erlendssyni, 354 filmublöð, af þjóðlífsmyndum Jóns
Kaldals, 586 filntur og plötur, og eftir völdum plöturn úr safni Lofts Guðmunds-
sonar, um 700 plötur.
Myndasafnið átti vinnuskipti við Minjasafnið á Akureyri, þar voru gerðar
snertikopíur af Islandsmyndum Hans Malmberg.
Tekið var eftir fjölda platna Sigríðar Zoéga vegna undirbúnings sýningar á
myndum hennar og heimildarkvikmyndar um hana.
Gengið var frá filmum í filmublöð til að auðvelda eftirtökur, úr söfnunt þeirra
Björns Arnórssonar, Halldórs E. Arnórssonar og Þorvaldar Agústssonar, og af úti-
myndum úr söfnum Guðmundar A. Erlendssonar og Sigurðar Guðmundssonar.
Gengið var frá safni Sigurðar K. Eyvindssonar, plötum Sigurðar Guðmundssonar
og þjóðlífsmyndum og plötum Jóns Kaldals í sérgerð unislög.
Halldór J. Jónsson fv. deildarstj. lauk við skráningu safnauka ársins 1998, um
1.300 nr. Það ár kom stærsti safnauki mannamyndasafnsins til þessa, 4.660 mynd-
ir.
Unnið var við tilraunainnslátt í Sarp úr skrám frá Sigurði Guðmundssyni ljós-
myndara, um 11.100 færslur. Hafið var að tölusetja um 1.100 niyndir úr safni
Sambands ísl. samvinnufélaga.
Ut kom ritið Ljósmyndun á lslandi 1950-1970 eftir Guðrúnu Harðardóttur.
Þar er yfirlitsgrein um ljósmyndun á þessu tímabili og viðtöl við sjö ljósmynd-
ara, áhugamenn og atvinnumenn, og skrá unt ljósmyndastofur á þeim tíma.Verk-
ið var unnið fýrir styrk frá Nýsköpunarsjóði stúdenta. Styrkur fékkst og frá
Nýsköpunarsjóði námsmanna til að rannsaka ljósmyndun á Islandi á árunurn