Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Síða 214
218
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
arins „undir sandinum" í Grænlandi. Fékkst styrkur til þess frá NOS-H.
Unnið var að úrvinnslu rannsókna á Keldum, Derek Watson greindi dýrabein
og skrifaði um þau skýrslu.
Þá voru farnar könnunar- og eftirlitsferðir víða vegna framkvæmda. Má
nefna, að Stað í Grindavík, Kálfatjörn, Bjarnastöðum íTungunni litlu, í Surtshelli, að
Digranesi í Kópavogi, að Hafravatni, Helludal í Biskupstungum, Hörgsá á Síðu, Ei-
ríksstöðum, Þingnesi við Elliðavatn, í Mývatnssveit, að Bessastöðum, Þingvöllum, og
að Grenjaðarstað.
Gefin voru ráð um fornleifaskráningu og fundir haldnir víða vegna fram-
kvæmda þar sem skrá þurfti fornleifar fýrst. Má nefna í Kjalarneshreppi, Skildinga-
ncsi, Skaftafelli, Grindavík, Reykholti í Borgarfirði, Laugarbrekku á Snæfellsnesi, um
Biskupaleiðir og á Selfossi. Skráðar voru fornleifar á Stað í Grindavík og á Hofi í
Hjaltadal.
Þá má nefna að starfsmenn tóku þátt í ýmsum námskeiðum uni skipulagsmál,
GoPro í skjalavistun, verkefnastjórnun, notkun alstöðvar og árangursstjórnun. Að
auki i ráðstefnun, fundum og málþingum.
Gefnar voru út rannsóknarskýrslur um lllugastaði, Sœlingsdalslattg, Mannvirki á
Kópsvatni, Reykliolt (framvinduskýrsla), Grástein við Grafarholt, og Eyvík í
Grímsnesi.
Þá fluttu starfsmenn erindi og fyrirlestra víða, áttu viðtöl við fjölmiðla og
svöruðu fýrirspurnum.
Húsasafnið
Sviðsstjóri útiminjasafnins, sem Húsasafnið heyrir til, er Hjörleifur Stefánsson
arkitekt, en starfsmenn að auki Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur og Haraldur
Helgason arkitekt.
Lokið var endurbótum á Hraunskirkjtt í Keldudal, settar nýjar hlífðarhurðir og
trérennur, þakskífur tjargaðar og kirkjan máluð utan, bekkir settir inn á ný. Eftir
var að koma fýrir gripunr sem fluttir höfðu verið til Reykjavíkur til viðgerðar
og forvörzlu. Smíðað var sáluhlið, endurhlaðnir kirkjugarðsveggir og garðurinn
lagfærður fýrir styrk úr Kirkjugarðasjóði.
Framkvæmdir voru hafnar við að ljúka endurgerð vindmyllunnar í Vigur, svo
sem að setja segl á vængina eins og var í öndverðu.
Nokkuð var gert við Sjávarborgarkirkju í Skagafirði, hún máluð og tjörguð og
gluggar lagfærðir.
Hafin var umfangsmikil viðgerð í Glaumbæ, einkum á baðstofu. Allt torf varð
að endurnýja og gera við tréverk að verulegu ntarki. Aformað var að vinna að
viðgerð um veturinn einnig, undir hlífðarþaki.
Gengið var frá viðtöku Þjóðminjasafnsins á bæjardyrunum gömlu á Reynistað,
sem jarðeigendur hafa verndað allt frá því að gamli bærinn var rifinn. Þá var
byggt um þær hlífðarhús og voru síðan notaðar sem skemma, en bæjardyrnar
rnunu byggðar 1758 (sjá grein Harðar Agústssonar í Minjum og menntum,