Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 215
ARSSKYRSLA 1999
219
1976).Viðir voru teknir ofan og gert við þá, síðan á að endurreisa bæjardyrnar
sem næst á sínum gamla stað. Þar voru hlaðnir torfveggir á ný, uppbygging
verður sem líkust því sem var. Þar verður síðan kynnt saga Reynistaðar og ábú-
enda þar.
Sett var í Grafarkirkju gamla altaristaflan, sem þar var fyrr og þótti við hæfi að
færi þangað á ný, þótt nokkuð stór sé fyrir þetta litla hús.
Sett var loftræstikerfi í Nýja bæ á Hólum, er nú kominn hiti í allan bæinn og
gerir kleift að vinna að viðgerð hans að vetri til einnig. Hlaðnir voru upp inn-
veggir, stafnar tjargaðir og gluggar og útihurð máluð.
Umhverfi Víðimýrakirkju var lagað, bílastæði færð út fyrir túngirðingu og að
Víðimýrará og aðskilin koma að kirkju og bæ. Svæðið framan við sáluhlið var
girt með trégrindum, hellulagt og tyrft. Hafin var hleðsla kirkjugarðsveggjar
framan við kirkju.
Torfveggur við Arngrímsstofu í Svarfaðardal hrundi og var endurhlaðinn.
Gamli bærinn á Hólum í Eyjafirði var tekinn ofan að hluta, en ljóst er að til
endurbyggingar hans þarf að taka hann allan ofan og endurnýja mikið af viðum.
Vandkvæði eru að þröngt er urn ganfla bæinn á gamla bæjarstæðinu. Baðstofan
var rifin á sínum tírna til að byggja þar fjós og hlöðu, og mikil unrferð er um
bæjarhlaðið vegna búskaparins. Er ekki alveg augljóst hvernig fara skal hér að, en
komið gæti til greina að færa bæinn urn set þar heima og finna honum hentugra
stæði.
Gengið var frá grjótveggjum við klukknaportið á Möðruvöllum fram í Eyja-
firði, en sjálft er það í góðu standi.
Hannað var loftblásturskerfi í Laufás í Eyjafirði og hafizt handa við undirbún-
ing stofnlagnar. Því voru gerðar fornleifarannsóknir i bæjardyrum og bæjargöng-
uin. Búnaðurinn verður í gamla prestsseturshúsinu þar, sem breytt verður þá í
þjónustuhús fyrir söfnuð. Héraðsnefnd Eyjafjarðar leggur hér fé til.
A Grenjaðarstað var mest unnið við gerð þjónustuhúss, þar sem áður var
hlaða, þar verður loftræstibúnaður fyrir bæinn og ýmis aðstaða starfsfólks. Þá
losnar um ganfla pósthúsið í bænum, það verður innréttað sem pósthús svo sem
einu sinni var, þetta í samvinnu við Islandspóst. Hönnuð hefur verið útilýsing
fyrir staðinn.
A Þverá í Laxárdal var bæjardyrakampur að sunnan endurhlaðinn og lokið
frágangi á fjárhúsum, einnig ýmis smíðaverk inni í bæ.
I ganJa húsinu á Sauðanesi á Langanesi var lokið klæðningu útveggja og lofta.
Raflagnir voru hannaðar og áfornrað að vinna um veturinn við frágang inni, svo
að taka mætti húsið í notkun haustið 2000. Heimamenn hafa styrkt fram-
kvæmdir umtalsvert undanfarin ár.
Á Teigarlwrni var gert að gluggum og útidyrum gamla hússins, veggir tjargaðir og
húsið hreinsað og allir gripir þar skráðir. Ábúandi lagaði mjög umhverfi hússins.
I Hofskirkju i Öræfum voru gluggar lagfærðir og málaðir og undirbúið að
skipta um ofna. Unnið var að samningu reglna um legsteina og krossa í garðin-