Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Qupperneq 219
ÁRSSKÝRSLA 1999
223
átti fundi með safnmönnum og var söfnuni á ýmsan hátt til aðstoðar. Hann
kannaði jafnframt ýmsa minjastaði. Stofnað var minjaráð vestursvæðis, sem hélt
fund í Stykkishólmi 24. júlí.
Kynntur var árangur á samstarfi Þjóðminjasafnsins og Minjasafnsins á Akur-
eyri um minjavörð, en safnstjóri Minjasafnsins gegndi þeirri stöðu í hálfu starfi
um árs bil til reynslu. Þótti árangur góður og var ákveðið að knýja á um að næsti
minjavörður yrði settur þar nyrðra fýrir Norð-Austurland.
Minjavörður austursvæðis, Guðný Zoéga, hefur aðsetur við Minjasafn Aust-
urlands. Hún stóð íýrir fornleifarannsóknum í Norðfirði, á Barðsnesi og í Sand-
vík. Minjavörður leit eftir framkvæmdum er snertu minjavörzluna á Austurlandi,
hafði umsjón með nýgervingu fornhúsa í Hróarstungu, mat unrhverfisáhrif
vegna vegagerðar um Vatnsskarð, hjá Stóra-Sandfelli í Skriðdal, Brekku í Fljóts-
dal, frá Kinnadal að Brunahvammshálsi í Vopnafirði, í Fljótsdal og í Suðursveit,
og vegna hafnargerðar í Innri-Gleðivík á Djúpavogi, og á Eyvindardal og Eski-
fjarðarheiði vegna háspennulínu. Þá leit minjavörður eftir viðgerð nokkurra
gamalla húsa og vann að skráningu innanstokksmuna áTeigarhorni í Berufirði.
Fornleifanefnd
Hún var skipuð fýrir nýtt tímabil. Formaður er Margrét Hallgrímsdóttir safnstjóri
Arbæjarsafns. Aðrir eru Valborg Snævarr lögfræðingur, tilnefnd af Þjóðminjaráði,
og dr. Bjarni Einarsson, tilnefndur af Félagi fornleifafræðinga. Þjóðminjavörður
eða fulltrúi hans situr einnig fundi nefndarinnar.
Annað
Skráningarkerfið Sarpur, sem lengi hefur verið í undirbúningi, var kynnt Þjóð-
minjaráði 15. apríl. Frosti Jóhannsson verkefnisstjóri hefur unnið mest að gerð
þess og þróun. Er ætlun að í Sarp verði skráðir allir safngripir, fastar fornleifar,
friðuð hús, kirkjur og kirkjugripir, örnefni og menningarminjar, og síðan muni
bggðasöfn og önnur söfn skrá hluti sína í Sarp.Voru gamlar skrár safnsins færðar
yfir í Sarp og í tilraunaskyni hafmn innsláttur á skrárn ljósmyndara og unnið við
það verk í tvo mánuði.
Samið var við Islandspóst um sýningu póstminja í Þjóðminjasafninu.Veitir Is-
landspóstur safninu styrk, sem á þessu ári rann einkunr til nýrra jólasveinabún-
inga og kynningu jólasveina. Var það kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur 13. og 14.
nóv. Pósturinn gaf út jólasveinafrímerki og kort.
Þjóðminjavörður kynnti sér Iðnaðarsafn á Akureyri, sem safnað hefur verið til,
mest fýrir forgöngu Jóns Arnþórssonar. Það hefur verið sýnt þar nyrðra um hríð í
gömlu verksmiðjuhúsum Sambands ísl. samvinnufélaga en átti nú að taka niður.
Er helzt áforntað að safnið rnyndi með tínranum deild í Minjasafninu á Akureyri.
Haldinn var safnadagur 2. helgi í júlí og efndu ýmis byggðasöfn til sérstakra
viðburða og sýninga á gömlum starfsháttum. Komu margir í söfnin sérstaklega af
því tilefni.