Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Qupperneq 220
224
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
FRÁ BYGGÐASÖFNUM 1999
Arbœjarsafn, Reykjauík
I safninu eru 17 fastráðnir starfsmenn, að auki verkefnaráðið fólk yfir sumarið.
Þangað komu 38 - 40.000 gestir, unr 10.200 voru skólabörn.
Skráðir voru um 250 nýfengnir safngripir. Keypt var stórt póstkortasafn frá
fyrri hluta aldarinnar. Þá var innbú hússins Laufásvegur 43, hið gamla heimili
Vigfúsar Guðmundssonar frá Engey, flutt í safnið og undirbúin sýning á því.
Unnið var að undirbúningi sýningarinnar Saga Reykjavíkur—frá býli til borgar.
Safnbúð var efld og aukin með íslenzkum listiðnaði og handverksmunum.
Sýnt var gamalt handverk yfir sumartímann. Ymsir viðburðir voru í safninu,
sýnd gömul vinnubrögð, handverksdagar, listiðnaðarfólk kynnti verk sín og tón-
leikar voru á laugardögum.
Safnið stóð fyrir fornleifarannsóknum í Aðalstræti 12, Austurstræti 8-10, og á
Alþingishússreit, í samvinnu við Fornleifastofu og Fornleifastofnun Islands,
vegna nýbygginga á lóðunum. Þá voru skráðar fornleifar á Kjalarnesi og endur-
skráðar í Reykjavík, í samvinnu við Þjóðminjasafn.
Gengið var frá mannabeinasafni fráViðey,
Húsakönnun var gerð á reitunr við Laugaveg og Hverfisgötu og hafin könnun á
reitum við Sölvhólsgötu og Lindargötu, auk reits við Vesturgötu, þetta vegna vinnu
við deiliskipulag, og stöðugt var bætt húsum á húsaskrá.
Safnið veitti ráðgjöf og umsögn við endurbyggingu húsa í borginni, Hafnar-
húss, Fríkirkjuvegar 11, Korpúlfsstaða, Iðnós, Fríkirkjunnar og Safnahússins.
Byggingarsaga Reykjavíkur var skipulega kynnt nemum í sérskólum og hald-
in voru námskeið í endurbyggingu gamalla húsa.
Lokið var að utan viðgerð garðhúss frá Laufásvegi 22 og hafin umbygging
Kjöthúss frá Vopnafirði, sem er á safnsvæðinu, kostuð að mestu af Meistarafélagi
byggingariðnaðarins. Þar verður sýning um sögu byggingartækni. Þá voru fjósið
og fjárhúsið við Arbæ endurbyggð. — Alls eru nú 32 hús í Arbæjarsafni, safnhús
(fornhús), vinnuhús og geymslur.
Starfsmenn safnsins stóðu að samningu og þýðingu bókanna Elliðaárdalur,
Grunnatriði safnastarfs, fýrri hluti, og Leiðsögubók Arbœjarsafns. Að auki voru samd-
ar sérstakar skýrslur um fornleifar, byggingarsögu, minjavörzlu, fornleifaskrán-
ingu og íbúasögu Reykjavíkur.
Byggðasafn Akraness og nærsveita
Sýningargestir urðu alls 5.324 á árinu og fækkaði nokkuð, líklegast vegna þess
að færri erlendir ferðamenn leggja leið sína til Akraness eftir opnun Hvalfjarðar-
ganga, en áður tóku margir sér far þangað með ferjunni Akraborg.
Engar sérsýningar voru á árinu, en verið er að hanna deild þar sem kynna á
kirkjusögu á þessu svæði. Sýningartextar voru endurnýjaðir og þýddir á ensku.