Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 225
ÁRSSKÝRSLA 1999
229
kort ásamt teikningum og Ijósmyndum frá Austfjörðum, barnaherbergi var sett upp
með leikföngum, húsgögnum og fatnaði frá unr miðja öldina. Sumarsýning var
umfomleifarannsóknir á bórarinsstöðum í Seyðisfirði, sem safnið á þátt að. Þá var
sýnd tóvinna og vefnaður. I safnahúsinu voru og ljósmyndasýning og myndlist-
arsýningar með þátttöku Minjasafnsins.
Safnauki var 217 skráð númer, einkum hlutir frá heimilishaldi, búshlutir frá
Egilsstaðaheimilinu og frá fýrrv. prófastshjónum á Eiðum.
Safnið á aðild að endurgerð kirkju, sem gerð er eftir leifum þeirrar sem talið
er að fundist hafi á Geirsstöðum í Hróarstungu.
Sjóm injasafn Austurlands
\ safnið konru 1.500 gestir, þar ef 667 erlendis.
Skráður var 31 nýr safngripur, mest tnyndir af skipum og bátum. Eru skráðir
safngripir nú 2978.
Viðhald var nokkurt á Gömlu-búð, bryggjan við Randúlfssjóhús var hreinsuð
og sinnt viðhaldi bátsins Nakks. Þá annaðist safnið viðhald Jensenshúss og garnla
Dalatangavitans. Unnið var að standsetningu geymsluhúss.
Byggðasafn Austur-Skaftfellinga
Byggðasafnið er hluti af Sýslusafni Austur-Skaftafellssýslu, sem auk þess er hér-
aðsbókasafn, héraðsskjalasafn, listasafn og náttúrugripasafn.
2.393 komu í aðalsafnið í Gömlu-búð, en unr 5.000 í Pakkhúsið, þar sem
sýndt eru véltæki og heyvinnuvélar, þar voru einnig myndlistarsýningar, ljós-
myndasýning og sýning um fornleifarannsóknir. I verbúðina í Miklagarði kom
151 gestur.
Safnið á hlut að fornleifaskráningu og fornleifarannsókn á Hólmi í Nesjum
og víðar, það hefur einnig umsjón með ýmsum menningarminjum.
Byggðasafn Rangœinga og Vestur-Skaftfellinga
Byggðasafnið varð 50 ára á árinu, það var fyrst opnað 1. desember 1949 í húsa-
kynnum Skógaskóla.
Skráðir safngestir á árinu voru 28.461, sem er nokkur auki frá fyrra ári.
Sverrir Magnússon, fv. skólastjóri Framhaldsskólans í Skógum, var ráðinn
framkvæmdastjóri safnsins frá 1. sept.
Gerðar voru teikningar að nýju safnhúsi, sem einkum mun hýsa samgöngu-
og tækniminjar af safnsvæðinu.
Barnaskólahúsið í Litla-Hvammi í Mýrdal, sem reist var 1901, var tekið ofan
og flutt að Skógum, hófst endurbygging um sumarið og varð fullgert utan í árs-
lok.
Vegagerð ríkisins færði safninu eitt haf járngrindabrúarinnar afjökulsá á Sól-
heimasandi frá 1921.Var það sett til bráðabirgða á rnynni grafskurðar á bak við
torfbæ safnsins.