Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 227
ÁRSSKÝRSLA 1999
231
Byggðasafn Suðurtiesja
Ekki liggur fyrir tala um aðsókn, en grunnskólanemar koma reglulega í safnið.
Hafm var tölvuskráning safnmuna og mikið var unnið að skráningu ljós-
mynda, einkum frá Ljósmyndastofu Suðurnesja. Munu hafa verið skráðar og
skannaðar í tölvu 10-15 þús. myndir.
Byggðasafn Hafttatfjarðar
3.166 gestir komu í Hús Bjarna riddara, 706 i Siggubæ, lítinn bæ frá 1902 við
Kirkjuveg efst í Hellisgerði, 3.254 í Smiðjuna, þar sem eru sérsýningar, og á ljós-
myndasýninguna Við Jjörðitm, sem safnið hélt í veitingahúsinu Fjörunni, komu
4.800, skólabörn meðtalin. Hefur aðsókn farið ört vaxandi sl. tíu ár.
Tekinn var í notkun nýr sýningarsalur í Smiðjunni og sett þar upp sýningin
Þatmig var..., með hafnfirzkum gripum. Þar er einnig Asbjarnarsalur, þar var leik-
fangasýning og ljósmyndasýning. Sett var upp sýning um Hafnarfjörð á Akureyri,
liður í vinabæjasamstarfi. Brúðusafn var sýnt í skólum bæjarins. Ljósmyndasýningin
Við fjörðinn var í veitingahúsinu Fjörunni. Safnið tók þátt í menningardegi í Hafnar-
firði, 22. ágúst.Jóladagskrá var i Húsi Bjarna riddara og þangað boðið leikskólabörn-
unr í Hafnarfirði og grennd.
Safnauki var um 70 munir, nefna má helzt leikföng og kennslugögn og gripi af
slökkvistöðinni, einnig mikið safn mannamynda í gömlum ökuskírteinum og vega-
bréfum.
Unnið var að skráningu muna og ljósmynda og hafin húsaskráning og undir-
búin fornleifaskráning í Hraunum.