Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Síða 229
AÐALFUNDUR
HINS ÍSLENZKA FORNLEIFAFÉLAGS 1998
Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags var haldinn í Odda miðviku-
daginn 30. des. 1998 og hófst kl. 17.15. Fundinn sóttu um 35 manns.
Formaður félagsins, Þór Magnússon, setti fundinn, sem hann sagði
119. aðalfund félagsins frá upphafi. Formaður minntist þeirra félaga, sem
látizt höfðu frá síðasta aðalfundi, en þeir voru:
Ingólfur Davíðsson grasafræðingur, Rvk,
Jens Skarphéðinsson skrifstofumaður, Rvk
Jónas Gíslason vígslubiskup, Seltjarnarnesi
Kristín Jónasdóttir, Rvk
Magnús Torfi Olafsson fv. ráðherra, Rvk
Fundarmenn risu úr sætum í virðingarskyni við hina látnu.
Formaður greindi frá starfsemi félagsins. Hann kvað tölu félagsmanna
standa nokkuð í stað og taldi æskilegt, að reynt yrði að fjölga félags-
mönnum. Formaður skýrði frá því, að árbók félagsins væri komin út og
væru allar fræðilegar greinar í henni að þessu sinni eftir konur. Efni
árbókarinnar væri mjög fjölbreytt, m.a. væri fjallað um kumlarannsóknir,
klæðnað, menningarlandslag, kirkju Þórðar í Skógum og náðhús.
Þessu næst gerði Mjöll Snæsdóttir, gjaldkeri félagsins, grein fyrir reikn-
ingum félagsins.
Þá flutti Hildur Gestsdóttir fornleifa- og beinafræðingur erindi, sem
hún nefndi „Heilsufar Þjórsdæla til forna. Beinafræðilegar greiningar á
hörgulsjúkdómum.“ Hún kvað niðurstöður rannsókna sinna á beina-
grindum frá Skeljastöðum vera að lítið hafi verið um hörgulsjúkdóma og
smitsjúkdóma meðal hinna fornu Þjórsdæla. Fundarmenn þökkuðu fróð-
legan fyrirlestur með lófataki. Nokkrar umræður urðu um erindið, og
svaraði fyrirlesari fyrirspurnum.
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 18.38.
Þórliallur Viltnundarson ritaði fimdargerðina.