Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 231
AÐALFUNDUR
HINS ÍSLENZKA FORNLEIFAFÉLAGS 1999
Aðalfundur hins íslenzka fornleifafélags var haldinn í Norræna húsinu
þriðjudaginn 28. desember 1999 og hófst kl. 17.15. Fundinn sátu um 40
manns.
Formaður félagsins, Þór Magnússon þjóðminjavörður, setti fundinn og
minntist þeirra félaga sem látist hafa frá síðasta aðalfundi. Þeir eru:
Egill Olafsson safnstjóri, Flnjóti,
Gunnar Hjaltason gullsmiður, Hafnarfirði
Sigurður Asgeirsson bóndi, Reykjum
Sigurður Sigurmundsson frá Hvítárholti
Dr. Þorleifur Einarsson jarðfræðingur, Reykjavík
Össur Guðbjartsson bóndi, Láganúpi
Fundarmenn risu úr sætum í virðingarskyni við hina látnu félaga.
Formaður greindi frá starfsemi félagsins sem orðin er lítil ef frá er talin
útgáfa Arbókar og aðalfundur. Nefndi hann að flest verkefni sem félagið
sinnti á árum áður væru nú í höndurii annarra. Mæltist hann til að
félagsmenn kæmu með hugmyndir að nýjum verkefnum.
Að því búnu gaf formaður orðið fijálst. Garðar Guðmundsson
fornleifafræðingur sagði frá því að samningur hefði verið gerður milli
Þjóðminjasafns, Fornleifastofnunar, Hins íslenzka fornleifafélags og Félags
íslenskra fornleifafræðinga um að halda næsta þing norrænna fornleifa-
fræðinga í samvinnu við stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri árið
2001.
Sr. Þórir Stephensen kvaðst geta boðið félaginu upp á fría aðstöðu í
Viðey á næsta ári ef félagið vildi halda þar fundi. Formaður þakkaði gott
boð.
Þá las gjaldkeri félagsins, Mjöll Snæsdóttir, reikninga félagsins 1998.
Ritstjóri Arbókar, Mjöll Snæsdóttir, greindi frá því að Arbók félagsins
væri væntanleg fljótlega eftir áramót.
Þá fór fram stjórnarkjör. Stjórnin gaf kost á sér til áframhaldandi setu,
nema ÞórhallurVilmundarson, skrifari, sem baðst undan endurkjöri.