Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 1
Um laxkynjaða íiska og íiskirækt.
Eptir Árna Tliorsteinson.1
iVCanr.kynið hefir um allan aldur sinn varið kappi sínu
og ástundun til þess að gjöra sér jörðina undirgefna,
drottna yfir fiskum sjávarins, fugium loptsins og öllum
dýrum. Eða í stuttu máli: öll iðn og elja mannkyns-
ins hefir miðað að því, að ráða við hin ósveigjanlegu
náttúruöfi, ganga á hlið við það, sem skaðlegt er, taka
af ríki náttúrunnar í sína þjónustu það, er verða má,
og færa sér alt í nyt á sem beztan hátt. Hafið, vötnin
og fljótin eru ætluð mönnunum til framfæris, engu síður
en landið. f>eir, sem um marga mannsaldra hafa ræktað
jörðina með vitsmunum í sveita síns andlitis, eiga ekki að
drottna sem harðstjórar í hafi og vötnum, leggja alt í auðn,
og láta ekkert standast fyrir græðgi sinni, vanrækja það,
er gjöra þurfti, eða fara villir vegar sökum vankunn-
áttu. Við það missist allur ágóði sá, er hafa mátti.
Hafið og vötnin eru opt og tíðum arðmeiri en
1) Samið að mestu eptir ýmsum bókum þessa efnis, og
hefi eg einkum haft hliðsjón af:
Couch. Eishes of the British Islands. London 1865.
Coste. La pisciculture (í svenskri útlegging 1858).
Basch. Midlerne til at forbedre Norges Laxe- og Fersk-
vandsfiskerier. Christiania 1857.
Bertram. Harvest of the Sea. London 1869.
ArchihalcL Young. Salmon fisheries. London 1877.
Wergeland. Vore Indsöers og Blves statsoekonomiske Værd,
Norsk Jæger og Biskeforenings Meddelelser 7. Aarg.
Peard. Practical Waterfarming. Edinburgh. 1868.
Tímarit hins íslenzka bókmentafélags. II. S