Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 2
74
landið. Á landinu vex hjá oss lítið annað en smágresi,
klettamir standa þar berir og auðir, en á sömu klett-
um í hafinu vaxa stærri og minni plöntur, sem nota
mætti á ýmsan hátt. Alstaðar er fult af fiskum og
dýrum allra tegunda, og fiskar þeir, er vér lifum á,
fjölga þúsundum saman, þar sem viðkoman á landdýr-
unum er á hinn bóginn mjög Htil. Reyndar eru þess-
ari ríkulegu viðkomu miklar hættur búnar. þ>að má
segja, að viðkoman fari eptir hættunni; með því er mönn-
unum einmitt vísaður sá vegur, að minnka lífshættu
þeirra dýra, taka þau sem mest í vernd sina, og sem
laun fyrir það uppskera ríkulegan ávöxt.
Um hin vanalegu alidýr vor veit almenningur
fullvel, að ef stofninn er skertur um skör fram, minnk-
ar viðkoman. Eins, ef ofsett er í hagana, verður fén-
aðurinn rýrari. En þó að þessi grundvallarregla sé
næsta einföld, er mönnum þó ekki svo tamt sem vera
skyldi, að gjöra sér hana ljósa, og fremur öllu gæta
þess, að hún ekki að eins á við alidýr og ræktuð grös,
heldur við alt, sem náttúran fram leiðir, lætur vaxa og
lifa. Mennirnir komast skamma leið, með því að eins
að taka af gjöfum náttúrunnar og eyða; þeir verða
jafnframt að kosta öllu kappi til þess að styrkja að
því, bæði með fyrirhyggju og starfa sínum, að náttúr-
an framleiði lífsbjargir sínar, svoríkulega, sem frekast
má vera unt.
Menn hafa hingað til vanizt því, að skoða alla
veiði í vötnum og ám sem höpp, eða réttara sagt sem
uppsprettu, er aldrei geti þverrað, sem auðlegð, af
hverri einlægt megi taka án þess að hugsa fyrir hin-
um komanda degi; við þessa trú hafa menn verið
sælir, þangað til vötnin eða árnar hafa verið gjöreydd-
ar, og arðlausar.
Á Bretlandi, öllum Norðurlöndum og við Eystra-
salt, í stuttu máli: við norðurhluta Atlantshafs og í