Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Side 7
79
Hfsferill ogf eðli þessara fiska er að öðru leyti svo
líkur, að lýsa má lífi hinna laxkynjuðu fiska í
einni heild, og mun því einkum verða skýrt frá um
þá fiska, er ganga í og úr sjó, en jafnframt tekin
fram þau sérstök atriði um vatnafiska, er kunna að
vera frábrugðin. Að lokum bið eg þess gætt, að þar
sem sagt er frá göngutíma og vexti fiskanna o. fl.,
er farið eptir útlendum ritum, og að því ekki er vist,
að það eigi alment heima hjá oss, en samt má hafa
mikla hliðsjón af því, þar eð eg í þeim efnum einkum
hefi farið eptir norskum ritum, af því að þar er i mörgu
líkt ástatt eins og hér. í visindalegri ritgjörð kynni
að vera réttara að byrja lýsinguna á æsku þessara fiska,
en af því að eg rita að eins til fróðleiks fyrir menn,
finnst mér vera haganlegra að segja fyrst frá því, sem
mönnum frekast er kunnugt um líf laxkynjaðra fiska,
bæði í sjó og vötnum á fullum aldri þeirra, og þar á
eptir frá hrygningu þeirra og uppvexti. þ>etta er og
fremur í samkvæmi við fyrirætlun mína að lýsa síðast
fiskirækt þeirri, sem nú er orðin almenn hjá útlendum
þjóðum, og sem full ástæða er til að menn reyni að
koma á hér á landi.
Lax og sjóbirtingar, sem að fara úr sjó i vötn
og fljót, ganga ávalt í hið sama vatn og fljót, er þeir
hafa alizt upp i. Sama er og um fisk þann, er held-
ur sig í vötnum og fljótum, að hann dvelur þar og
ekki annarstaðar. Að vísu kunna að koma fyrir ein-
stök afbrigði frá þessu, en þess eru svo sjaldan dæmi,
að aðalreglan er alveg óhögguð.
J>etta hafa menn fundið með nákvæmum rannsókn-
um um mjög langan tima, og á mörgum stöðum. Al-
staðar þar, sem að þessu hefir verið gætt, hefir hið sama
komið í ljós. Laxarnir hafa verið teknir og markaðir
með því, að hringur úr látúni hefir verið festur í ugga