Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Page 13
85
Mér er ókunnugt um, hvort að lax muni hrygna
í þeim fljótum vorum, sem koma úr jöklum, og eru
full af leysingarvatni, en eg efast mjög um það, þarsem
að sjá má á hinn bóginn, að laxinn gengur mjög mik-
ið til hrygningar í þverár þær, sem falla í fljótin t. a.
m. þær mörgu fiskisælu ár, sem renna í Hvítá. En
hvernig sem þessu er varið, mun hlutfallið í vextinum
eptir áratölu koma eins vel heim hjá oss og annar-
staðar. Af þessum samanburði má sjá, að lax er
arðsamari en silungur.
Allir lifshættir sjóbirtinganna eru mjög líkir þeim,
er laxinn hefir. Hann gengur í sjó og úr sjó, og finst
ávalt með honum í stærri ám og fljótum. þó gengur
hann og i minni fljót, þar sem ekki verður vart við
lax. það er alment sagt hér á landi, að sjóbirtingur
ekki gangi í ár fyr en um 16. viku sumars, en þó að
það sé rétt, að þá byrji aðalganga hans, þá verður þess
vart, að hann hafigengið í ár um krossmessu. Afþví
að menn, ef til vill, efast um þetta, skal eg segja frá
því, að eg hefi veitt hann árið 1880 um krossmessu
eða 15. maí í Elliðaánum, nokkuð langt frá sjó, og
það bæði nýrunninn og eptir að hann hafði verið í
ánni nokkra daga, en slíkt má ætíð sjá á útliti hans.
Eg veit og til þess, að hann stöku sinnum hefirveiðzt
við bryggjurnar í Reykjavík um fardagaleytið, og er
þetta einnig samkvæmt því, sem er erlendis. Á Eng-
landi veiðast þeir í uppgöngu í marzmánuði og fram í
maímánuð. þar á eptir virðast þeir að fara aptur til
sjávar og byrja svo aptur uppgöngu í 16. viku sum-
ars, og halda henni fram þangað til nokkru fyrir eða
um réttir. þ>eir hrygna fyr en laxinn, og halda aptur
fyr til sjávar.
Enginn fiskur í ám vorum og vötnum er eins al-
mennur og hinn alþekti lækjasilungur (salmo fario, —
punctatus ochla), og vatnasilungurinn (—ferox). Af