Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 14
86
öllum þessum latnesku nöfnum, og eru þó eigi öll talin,
má sjá, að náttúrufræðingarnir hafa gefið silungun-
um fjölda nafna, og verið vafi um hinar sérstöku teg-
undir, og hvernig þær ætti að flokka. það er nú von,
að svo hafi farið fyrir þeim, einkum af því, að vatns-
lag, viðurværi, meiri eða minni birta, botninn og staðir
þeir, er hann dvelur á, gefa honum ýmislegt útlit,
lögun og holdafar. það þarf ekki lengra að fara en
taka eptir þeim mismun, sem er á smekkgæðum þessa
fiskjar. Ur sumum stöðum er hann bezta kræsing, en
aptur úr öðrum lélega á borð berandi. Vér sjáum hann
líka næstum alstaðar, þar sem hugsanlegt er að hann geti
lifað.í ám, lækjum, vötnum og pittum, en einkum þar
sem straumur rennur yfir hreinan malarbotn og skjól-
gott er um leið. Hann kemur engu síður en hinir aðrir
ættbræður hans ávalt fram með fjöri og röskleika,
heldur sjaldan lengi kyrru fyrir, syndir fram og aptur,
tekur eptir öllu, sem fram fer og hreyfist, og er ætíð
til taks að bregða við, ef hann verður einhvers var,
hvort heldur þess, sem hann hræðist, eða þess, sem
má verða honum að björg. Sjái hann orm eða pöddu
í straumnum eða flugu færast nær, grípur hann strax
æti þetta. Sé silungur í grunnu, syndir hann nálægt
botni, hann heldur sér á móti straum og andæfir þar,
til þess að vera viðbúinn, ef hann þarf á því að halda;
hann gefur sig helzt fram í skýhulu eða svölu veðri.
Verustað sínum skiptir hann eptir árstíma og veður-
áttu eða veðurlagi. Á unga aldri og eins á sumrin
heldur hann sér á grunninu, en þegar fer að kólna, leit-
ar hann djúpanna í hyljum, fljótum eðavötnum, þang-
að leitar hann og, þegar að stygð kemur að honum,
og eptir því sem hann eldist, fer hann sjaldnar mjög
langt frá þeim ; það er svo hægt fyrir hann að skreppa
þangað aptur, ef eitthvað kemur fyrir, og þaðan eða
undan steinum, sem honum er svo tamt að fela sig