Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 15
87
undir, geturhann tekið svo fljótt viðbragð. Hann unir
sér mjög vel undir árbökkum, sem eru holir undir sig,
með jarðsprungum o. s. frv., að til þess eru dæmi, að
menn þar geta tekið hann með höndunum. feir, sem
þannig taka hann, gæta þess fyrst, að hann ekki verði
var við þá, og færast svo að honum með vatnskalda
hendi, greipa yfir hann milli höfuðs og eyrugga, og
menn halda jafnvel, að hann værist við að finna hend-
ina, því hann hreyfir sig ekki, þó fingurnir komiundir
kviðinn, og þá fyrst tekur hann viðbragð, er hann er
gripinn.
Silungur heldur sig ætíð í vötnum og fljótum, og
það kemur mjög sjaldan fyrir, að hann gangi í sjó.
þ>essa þykjast menn þó hafa dæmi, og verður hann
þá öllu litskarpari í sjónum en áður í vatninu. f>að
er ekki hægt að segja, hversu gamall að silungurinn
geti orðið, en af því hann er alþektur kunningi manna
í öllum ám og hægra að vita um aldur hans en ann-
ara fiska, skal eg til færa r.okkur dæmi, en á hinn
bóginn ná fæstir af þeim fullum aldri, af því að þar
verður þeim svo margt til feigðar.
f>annig hafa menn áreiðanlegar skýrslur um, að
bóndi einn í Englandi hélt silungi í brunni sínum í
27 ár, og óx hann ekki á þeim tíma. Á Skotlandi
var og silungi haldið í brunni í 28 ár, en fiskfræðing-
ur einn, að nafni Yarrell, segir, að hann hafi heyrt
getið um silung, er lifað hefir í 53 ár. Eptir þessu
sýnist, að silungar geti orðið mjög gamlir, en þó er
ekki víst, að það eigi við allar tegundir þeirra. Hér
á landi hafa menn opt látið silunga í brunna sína til
þess að eyða ýmsum pöddum í vatninu, og hafa þeir
orðið þar gamlir, en eg vil eigi tilgreina árafjölda þann,
er eg hefi heyrt getið um, þar eð sagnirnar eru ekki
alveg áreiðanlegar, nákvæmar, en að það muni hafa
sýnt sig, að silungar hafi lifað í brunnum um 10 ár