Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Page 20
92
veðri en sólskini, og ef að rigning kemur eðanývetni,
sem kallað er, i ár, þá verður hann næsta ör til upp-
göngu. J>að er álit manna allvíða hér á landi, að lax
gangi ekki í ár, fyr en að snjór er leystur upp til
fjalla og leysingarvatnið að mestu farið úr ánum. Svo
er það og hald manna, að engin sé veiðiá fyrir lax,
nema hún komi úr stöðuvatni, en þó eru hér á landi
ýmsar ár, sem veiði ef í, en sem ekki renna úr og í
stöðuvatn. þ»að mun réttast, að binda ekki trú sína við
stöðuvötnin í þessu efni, þar sem sýna má fjölda af
ám, sem hafa veiði, en renna ekki úr vatni. Á Skot-
landi er það ekki nema um helmingur laxafljóta, sem
fara yfir stöðuvötn, og að eins mjög fá af hinum mörgu,
sem eru á Englandi. Að veiðiáin renni um stöðuvatn,
er gott, af þvf að það geymir í sér nokkuð lengi að-
renslið, er þannig verður hreinna og tærara, þegar
það aptur rennur úr vatninu. Nokkuð lfk áhrif hefir
það og, ef árfarvegurinn er mjög langur. En hið
helzta skilyrðið hlýtur, auk vatnsmegnsins, að vera
viðurværið. |>að er ætíð mest, þar sem að jarðvegur
er og grös í farveginum; af því leiðir, að þær ótal
smáskepnur, sem lifa hver á annari, síðast geta orðið
fiskunum að bráð, og veitt þeim nægilegt framfæri.
í vötnunum safnast einnig margar leifar af jurtum og
dýrum, þar verður nægt viðurværi fyrir pöddur og
kvikindi, og þær verða aptur að viðurværi fyrir fisk-
ana. í þeim ám, sem renna um graslendi eða úr vötn-
um, reynist þess vegna optar að vera veiði, en í kalda-
vesluám þeim, sem renna eingöngu um grjót, og lítið
sem ekkert smádýralíf getur myndazt í. Á þetta hefir
einkum verið minnzt, af því það er æskilegt, að menn
gefi því gaum, hvernig ár þurfi að vera til þess, að
fiskur gangi í þær og geti þrifizt í þeim; menn þurfa
og, ef um fiskirækt er að ræða, að gjöra sér grein
fyrir, hversu mikið af fiski megi setja á f vatnið.