Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Qupperneq 27
99
lagi í september, og í síðasta lagi í marzmánuði. í
Norvegi er hann talinn frá miðjum október og þangað
til í lok desembermánaðar. pó halda menn, að hann
sé á ýmsum tímum í hverju fljóti, í sumum fljótum fyr,
en í sumum síðar. Um got-tíma hér á íslandi er mér
eigi kunnugt annað, en að hann mun ekki að jöfnuði
vera 1 september, og að lax hefir veiðzt ofarlega í ám
um jól, virðist benda til þess, að got-tíminn muni vera
líkur og í Noregi. Enda hefi eg ekki orðið þess
var, að got-tími sé talinn þar síðar i þeim ám, sem
liggja mjög norðarlega, t. a. m. Tanaelven, sem er mikil
veiðiá, er rennur til sjávar á milli 70. og 7i.breiddar-
gráðu, sem er mikið norðar en nyrzt á íslandi. Sagt
er, að unglax komi fyr á gotstaðinn en hinn eldri. í
fljóti, þar sem got-tíminn byrjar í miðjum október með
stöku fiskum, eru flestir þeirra að hrygna í fyrri hluta
nóvembermánaðar, en got-tíminn í hverri á er frá 1 —
2 mánaða, og fækkar svo gotfiskinum á sama hátt og
hlutfalli, sem honum fór fjölgandi áður.
Gotfiskarnir para sig saman, áður en þeir fara á
gotstaðinn, og fara þannig tveir og tveir, og fylgir
svilfiskuriun hrygnunni. f>ó eru einnig þeir, sem þykj-
ast hafa tekið eptir því, að svilfiskarnir fari fyrst á
gotstaðinn og litist þar um, en sæki þar á eptir hver
sína hrygnu. þegar laxahjónin nú eru komin á got-
staðinn, fara þau aptur og fram um kring, að líkind-
um til þess að kjósa sér þann stað, er þeim líkar bezt,
og þá er þau hafa fundið hann, taka þau til þess að
grafa sér ból eða glufu. f>au kjósa ætíð þann stað,
þar sem að botninn er fastur, og aldrei í lausum sandi,
eða sem aðrir gotfiskar hafa rótað upp. Glufu þessa
eða eggjabú búa þau þannig til: f>au nema staðar
nokkrum álnum neðar, renna svo til mjög skjótlega og
reyna til þess að bora skoltinum niður í farveginn, og
með þessu móti losast ætíð nokkuð af mölinni, og það,