Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Side 30
102
ig alt fer, borðar, ef til vill, hrognkom, ef þau verða
fyrir honum, og fer svo frá aptur. Hrygnan þar á
móti fer ekki burt, fyr en hún hefir gotið öllum hrogn-
unum, og er hún opt að því með köflum, svo sem 3 daga
eðajafnvel lengur. Hrygnan, svilfiskurinn og umrenn-
ingar, sem að koma, hafa á meðan neytt þess, sem þau
gátu, af hrognunum. Eptir að fyrstu fiskhjónin eru
farin burtu, koma önnur hjón í sömu erindum, og ef
hrygnunni lízt vel á, fer hún að búa sér til hreiður;
en í því hrognkorn þau, sem hafa verið lögð, koma
til sýnis, hætta þau hreiðurtilbúningnum, og byrja á-
samt allri torfunni, sem þar er í kring, að matast á
öllum þeim hrognum, er i verður náð.
Hin gotnu hrogn liggja nú í hrognabælinu,
þangað til að þau klekjast út. Sá tími, sem fer
til þess, er misjafn. Eptir því sem áður var sagt,
kemur unglaxinn fyr á gotstaðinn, og ef hann leggur
hrogn sín í september, er næsta líklegt, að til þess
gangi 100 til 120 dagar. Vatnið er þá hitameira en
síðar og fóstrið myndast því fyr en af þeim hrognum,
sem lögð eru í nóvember og desember; en það er lik-
legt, að þá gangi til þess ekki minna en 150—160
dagar. J>egar fiskunginn kemur út úr egginu, er hann
mjög veikburða og ólögulegur. Skrokkurinn á lax-
unganum er dálítið minni en % þumlungur á lengd,
liturinn Ijósgulur, augun stór, og skolturinn nær ekki
fram fyrir augun. í staðinn fyrir ugga liggur utan
um líkamann þunt skinnhjóm, sem nær frá hnakka
langs eptir bakinu, og endar skamt fyrir neðan "kvið-
pokann. Sé vel aðgætt, má þó sjá hina bjartleitu litlu
eyrugga, sem eru báðu megin skamt frá tálknopinu,
og vantar í þá uggabeinin, en þeir bærast stöðugt.
Kviðuggana vantar alveg. Á búkhliðinni frá barka-
stað, þangað sem hið þunna skinnhjóm byrjar að neð-
an, þar sem gotraufin síðar sést, liggur poki. Hann