Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 36
io8
voru að klekjast út í fiska. Gjalda þeir nú líku likt,
og gleypa þá, sem áður gleyptu hina litlu kynbræður
þeirra. þ>eir, sem lifa í fljótum framan af öðrum vetri,
gleypa nú ári ýngri bræður sína, og taka til sín af
hrognum þeim, sem þeir geta náð.
f á er laxunginn tekur fararham sinn, breytir hann
lífsvenjum sínum. Sem ungviði var hann ætíð sér,
hinir stærstu og fræknustu völdu sér hæli sín þar sem
ætið var mest, og ráku hina ýngri meðbræður sína
burt, og af því að þeir ekki halda hóp, varð svo lítið
vart við þá. En nú, þegar þeir eru komnir í ferða-
haminn, halda þeir hóp saman, synda hingað og þang-
að, halda sér opt ofar í vatnsbrúninni, létta sér og
grípa fiðrildi. í æskunni hefði laxunginn dáið, efhann
hefði komið í sjó eða salt vatn. Á þeim aldri, sem
hann nú er kominn á, eptir lýsingu vorri, er það orð-
in lífsnauðsyn fyrir hann að hverfa burt úr fljótinu
og fara til sjávar. þ>ar fyrst og hvergi annarstaðar
getur hann náð fullum þroska; þó á þetta við hann
að eins um stund. Eptir nokkurn tíma verður hann apt-
ur að leita í fljót sitt og dvelja þar um tíma, ef að
honum auðnast aldur til þess. En í hafinu er honum
einnig hætta búin; hann á þar marga óvini. Eg skal
færa til þess þær líkur, að þó að margir laxungar séu
markaðir, veiðast opt að eins örfáir af þeim aptur, og
segja frá einu dæmi til sönnunar, hvernig farið geti
fyrir laxinum í sjónum. Vorið 1852 voru 500 laxung-
ar markaðir á Englandi. Enginn af þeim kom aptur,
en til þriggja spurðist; einn var veiddur 17 mílum
sunnar fyrir utan ármynni eitt; annar 75 mílum sunn-
ar, en leifar af hryggnum og hringurinn frá þeim
þriðja fanst í þorski hálfri þingmannaleið norðar.
„Hætturnar eru margar“, segir höfundur sá, er vér
höfum þetta eptir, „en það ætti að hvetja ménnina