Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Síða 39
þá þar sem þess þarf, eða gjöra lón sem laxungarnir
geta lifað í.
f>að sem mest ríður á fyrir þá, sem eiga veiði í
ám og vötnum, er að þekkja vel eðli og lífsháttu
fiskanna. Ef menn afla sér þeirrar þekkingar, og láta
sér eins ant um þá og búmennirnir um skepnurnar,
eða varpeigendurnir um fuglana, má í hendi sér með
skynsamlegum ráðstöfunum og framkvæmdum auka
fjöldann, veiðina eða arðinn.
II.
Um fiskirækt.
í lýsingunni á lífi hinna laxkynjuðu fiska mátti
sjá, að þegar að laxarnir ganga til sjávar, er það ekki
ólíkt því, þegar að fé er rekið til afrétta. í>ar fitnar
það og skerðir ekki haglendið í bygðinni. Sama er
með laxinn, hann leggur til holdanna í sjónum, en
ekki í fljótinu. Menn hafa líka séð, að þó að margt
sé enn óljóst um æfi þessara fiska, þá er það á valdi
manna að gjöra þeim hægra fyrir, með því að vernda
þá fyrir árásum annara dýra, og friða þá fyrir öllum
ágangi, svo að þeir verði mönnum sem arðmestir. En
einkum er það atriði mikilsvert, að hrogn þau, er fisk-
ar þessir leggja, frjóvgast eigi fyr, en eptir að gotið
af svilunum nær til þeirra, og að til þessa þarf enga
sameign milli hrygnunnar og svilfisksins. þetta hið
sama á sér stað hjá flestöllum öðrum fiskum. það er
svo einfalt og óbrotið, að menn ekki þurfa að gjöra
annað til þess að hafa alla viðkomu þessara fiska í
hendisér eða ráða henni, en að sjá um, að gotið, frjóvg-
un hrognanna og útklak þeirra fari fram á hinn sama
hátt, og í fljótinu sjálfu. þetta er svo hægt aðgöngu,
að Ameríkumenn kveða svo að orði um þetta, að