Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 40
112
það sé ekki annað en að sá hrognum, og uppskera
fiska, og oss mun síðar gefast kostur á, að sýna mönn-
um órækan vott um, að aðrar þjóðir sanni þetta í
verkinu.
Af því mönnum kann að þyka fróðlegt að sagt sé
frá uppgötvun fiskiklaksins, skal eg geta þess, að það
hefir farið með hana sem svo margar aðrar, að hún í
raun og veru ekki er nein nýmæli. Kínverjar, sem
þykjast hafa þekt bæði prent, púður og nokkra aðra
hluti löngu áður en Norðurálfubúar, hafa stundað fiski-
ræktina löngu áður en aðrar þjóðir; enda er það eitt
af máltækjum þeirra, að því fleiri fiskar semséuíland-
inu, þeim mun meira verði þar afinnbúum. þ>eir hafa
í ómunatíð haldið margar tegundir af fiskum, sem eru
aldir við hvern bæ, í hverjum polli eða síki, og eru
þeir taldir þar sem önnur alidýr, og gefið á hverju
máli eins og skepnunum. Yiðkomunni er haldið við
með því að safna hrognum eða ná fiskungunum, og
þetta er stundað sem regluleg atvinna. í einu héraði
þar eru yfir 130 skip í gangi, sem flytja hrogn á ýmsa
staði í landinu, og sigla eptir hinum mörgu gröfnu
síkjum, sem þar eru og fljótum. jpegar markaður er
haldinn frá skipunum, er dreginn langur og hæfilega
gisinn strádúkur yfir fljótið, randirnar á dúknum beygð-
ar upp, svo að vatnið geti streymt í gegn, en hrogn
eða fiskungar, sem látnir eru í dúkinn, ekki farið út.
Múgur og margmenni streymir þá að, til þess að kaupa
ungviði þetta, sem látið er svo í fljótin eða vötnin.
Hinir gömlu Rómverjar þektu og fiskirækt að
nokkru, og væri oflangt mál að segja meira af fiski-
rækt þeirra og Kínverja, þar eð þeir ekki ræktuðu
laxkynjaða fiska.
Á miðri 18. öld fann þýzkur maður Jacobi að
nafni, fyrstur manna það, að gjörlegt væri að klekja
út laxkynjuðum fiskum með því að láta tært vatn í ker,