Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Page 50
122
að eins með fyrirtækjum, sem hafa verið gjörð á kostn-
að landsstjórnarinnar, heldur og með ærnum tilkostn-
aði einstakra manna. Er þar nú svo komið, að þeir
kveða svo að orði, að það sé hægra og arðsamara að
ala fiska en svín. þetta sýna þeir og í verki, því
þeir flytja út mikið af fiski til annara landa, svo að
segja um allan heim. Flutningurinn kostar þá mikið,
og annar kostnaður, en þó er svo ódýrt hjá þeim, að
hér í Reykjavík er nú selt i pd. af góðum niðursoðnum
laxi, frá Columbiafljótinu í Ameriku, í járndós fyrir i kr.,
og hefir dósin þó farið þessa löngu leið og gengið milli
fleiri kaupmanna, þan^að til hún er keypt hér til nautnar.
Ástæðan til þess, að Amerikumenn geta þetta, er ekki
sú, að þar séu meiri veiðivötn og betri að öllu saman-
töldu en annarstaðar, eða að veiði hafi verið fremur
vanrækt og spilt í hinum löndunum. Hin sanna ástæða
til þess er sú, að þeir stunda veiðarnar með fyrir-
hyggju og hagsýni, grundvallaðri á verklegum og
vísindalegum reglum. Komi það fyrir, að þeir veiði
um of, láta þeir sér ekki nægja að leggja árar í bát,
gefa út friðunarlög eða bann að veiða á ýmsum tím-
um, eða með vissum áhöldum; þeir nema ekki staðar
með því að láta framfærslukrapt náttúrunnar af sjálfs-
dáðum reyna að vega upp og bæta fyrir græðgi og
fyrirhyggjuleysi. þ>eir flytja nýja viðkomu aptur í fljótin,
og sjá um, að það sé sá fiskur, sem fljótinu er hent-
astur, og koma upp aptur sem mestri veiði. Til þessa
klekja þeir ekki að eins út sjálfum veiðifiskunum, held-
ur og minni fiskum og dýrum til ætis fyrir þá. Öll
þessi stórvirki þeirra eru svo mikil og með svo miklu
örlæti til landsbúa, að það að fyrsta áliti sýnist um
skör fram, en þegar betur er athugað, má sjá, að þeir
fara að sem góðir búmenn, og gjöra það, sem í fram-
kvæmdinni verður öllum mest í hag.
fað var svo komið í Bandafylkjunum, að veiðin