Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Page 51
123
var farin að réna, og bar það þá til, að menn gátu
ekki orðið sáttir á það, hver ástæða væri til þess.
Sumir héldu, að of nærri væri gengið með veiðina, en
aðrir, að skaðlegar veiðivélar spiltu o. s. frv. Að lok-
um var prófessor Spencer F. Baird 1871, falið á hend-
ur að rannsaka málið. Hann átti að rannsaka, að hve
miklu leyti veiðin við strendur og í ám hefði rénað,
hverjar orsakir væru til þess, og með hverjum laga-
setningum eða á annan hátt mætti varna atvinnutjóni,
fylla veiðistaðina með nýrri viðkomu, og gjöra alla fisk-
fæðu sem ódýrasta fyrir almenning.
Baird tók strax til starfa, lét vísindamenn og
aðra, sem höfðu verklega kunnáttu, rannsaka hitann í
sjó og vötnum á ýmislegri dýpt, gagnsæi vatnsins,
samsetningu þess, strauma efra og neðra, viðurværi
matfika, eða í stuttu máli alt, sem fiskarnir þurfa til
góðra þrifa. þ>etta gjörðist nú fyrsta árið, en næsta
ár starfaði hann að hinu sama, og hafði þá 37 vís-
indamenn og verklega fiskfróða menn sér til aðstoðar,
sem rannsökuðu málið með miklu kappi í allri Norður-
Ameriku. þ>á var farið að mynda sjóði til þess að
flytja fiskategundir úr einum stað í annan, og það
langar leiðir, og til þess að öllum almenningi gæfist
kostur á að kynna sér og fá áhuga á fiskirækt og
fiskiklaki, voru búin til ,. Akvariaíl eða fiskibú, og er hið
stærsta þeirra í New York.
Alt þetta bar góðan ávöxt; áhuginn og starfsem-
in vaknaði. Fylkjastjórnir veittu óspart fé til fiski-
ræktar, og aðalstjórn Bandafylkjanna eigi siður. Fylk-
in hafa nú skipað sérstaka umsjón á öllum fiskiveið-
um, og stjórn Bandafylkjanna hefir tilsett aðalumsjón-
arnefnd, og er Spencer F. Baird formaður hennar (1879).
Einstakir menn hafa allvíða stofnað fiskiklök, og með
þvi að þeim græðist fé á því, hefir fiskiræktin þar
tekið þeim framförum, að ekki eru þess dæmi annar-
8*