Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Qupperneq 56
128
ar af uppsprettum vorum — þá þarf hússins eiginlega
ekki til þess að útibyrgja kuldann, þar eð vatnið í
þessu húsi, og það þó það renni í gegnum pfpu, sem
sé nokkrar áinir á lengd, ekki missir nema í hið
mesta x/2°> °g það við kulda, sem er 26° R. Fyrir
þessu hafa menn reynslu í Noregi. En samt er það
bæði tryggilegra í öllu, ogjafnvel nauðsynlegt, að hús
sé haft yfir, bæði til þess að hafa skjól við alla pöss-
unina, til þess að snjór og klaki ekki komist að, og
líka til varnar og friðunar fyrir mönnum og skepnum.
Dyrnar geta verið hvort heldur á gafli eða hlið, gluggi
á öðrum enda en hleri á hinum.
Hagnaðurinn við að brúka uppsprettuvatn, er sá,
að það er hlýtt, tekur síður frosti og er tært, aptur er
óhagur að því, að eggin ungast út heldur fljótt vegna
hlýjunnar, og ungviðið verður því veikara fyrir. það
er og heldur ekki hent, að þurfa að fóðra það áður
en að hlýnar í veðri. J>ví lengur, sem klakið varir,
þess hraustari verða fiskungarnir. það er og heldur
ekki gott, að uppsprettuvatnið hefir fyrst í sér mikið
afkolsýru, enlítið af lifslopti, en þessþurfa hinfrjóvg-
uðu hrogn. J>að má ráða bót á þessu, með því að
safna vatninu í rúmgóðan poll, til þess að það dragi 1
sig lopt, áður en það er látið renna í útklakskassann,
líka má og láta vatnið áður falla í bunum, helzt klofn-
um, svo að sem mest lopt leiki um það. þ>egar vatn-
ið er látið setjast í poll eða þró, er hentast að renslið
komi inn að neðanverðu í pollinn, en í útklakskassann
ofan til úr pollinum. þ>að er og hentugt að látavatn-
ið renna í gegnum grófan sand með möl í, og ef að
vatnið er leitt í pípum eða stokkum, setja þvert um
stokkinn umgjörð með síu, sem þá aptur verður að
hreinsa af og til, og er þá bezt að hafa í hið minsta
3 af þeim yfir þveran stokkinn, til þessað vatniðekki
streymi inn óhindrað, þó ein þeirra sé tekin i burt í