Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 57
129
senn til hreinsunar. En hreinn á stokkurinn ætíð að
vera, og eitthvað að hafa yfir honum, til þess að ryk
ekki fari í vatnið. Aðveizlustokkar mega vera múr-
aðir, úr sementi, leir, járni steyptu, en helzt ekki úr
tré. Verði ekki hjá því komizt, verður að sjá um, að
það sé ætíð hreint, og smyrja það með vatnsgleri.
Prófessor Rasch, eptir hverjum og bók Costes vér
tökum að miklu lýsingu vora, álítur ráðlegast að hafa
útklaksborð, sem er þannig:
Aðalkassi, í hverjum klakkassarnir séu hafðir,
6 ál. á lengd, 34 þuml. á breidd (innanmáls), og 5
þuml. á dýpt. Eptir að búið er að fella fjalirnar sam-
an í botninn, á að slétthefla þær vandlega og festa
með 3 sterkum okum. í hliðunum er haft eitt borð
sléttheflað, og fest svo þétt, að ekki leki. Efri gafl
kassans er líka búinn til úr borði með sömu hæð og
hliðarnar, svo er kassanum skipt um þvert í fimm hluta.
Fyrsta hvolfið tekur við vatninu úr aðveizlubununni.
Hvolfið er búið til með því að skjóta inn borði af
sömu breidd og kassinn er að innan, annaðhvort í
grópar eða á milli lista, sem eru negldir á hliðarfjal-
irnar. fetta hvolf á að vera 3/4 alin á lengd. Hinu
öðru af kassanum er nú skipt i 4 hvolf, hvort 5/4 áln-
ar á lengd, en í þeim eru þverfjalirnar þumlungi lægri
en hliðarnar. Á hverja þverfjöl eru boruð göt */6 þuml.
á vídd, og brend með logheitum stálþræði. Götin eiga
að vera 1—H/a þuml. frá neðri rönd þverfjalarinnar, í
tveimur röðum, 3 göt í neðri röðinni, en 4 í þeirri efri,
en s/4 þuml. á milli þeirra. Vatnið, sem fellur í efsta
hvolfið, rennur þannig jafnt úr því í gegnum götin
eða yfir borðin, og getur þannig streymt í gegnum
klakkassa þá, sem eru í hverju hvolfi, en þeir eru 4,
og ná allir til samans yfir alla breiddina. peir eru
þannig tvær sléttheflaðar hliðarfjalir, alin á Jengd, 3
þuml. á hæð og ix/2 á þykt. Glerplata alin á lengd,