Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Qupperneq 59
í útklakskassana, og væri hætt við því, ef að vatnið
streymdi beina leið fyrirstöðulaust í hvolfin.
Aðalkassinn er settur svo, að hann hallist hér um
bil 2 þuml. á 6 álnum. Vatn það, sem streymir frá
neðsta útklakshvolfi aðalkassans, en á neðri gafli hans
eru göt eins og á millifjölunum, er stíflað eða
hindrað í rásinni af tveimur listum, sem negldir eru á
enda aðalkassans, og sem ná frá hliðunum og yfir að
miðju, þannig, að nægilegt op verði eptir til þess að
vatnið geti runnið burt eptir þörfum, en seitli ekki
niður á gólfið eptir endilöngum gafli aðalkassans. Frá
neðra gafli neðsta útklakskassa til útrennsluopsins milli
listana er 5—6 þuml. millibil. Vatn það, er streymir
út, er svo leitt í brattri rennu niður í kassa, sem stend-
ur undir tilfæringunum, og kemur það síðar að notum.
í þessum kassa lætur maður vatnið fara í gagnstæða
átt, og í gegnum op í þeim gaflinum, sem vatnið
streymir að, er það leitt niður um gat í gólfinu.
þ>að er hægt á ýmsan hátt að máta niður straum-
inn úr aðalrennunni, svo að einlægt, meðan á útklakinu
stendur, sé nægilegt vatn. En hentast er, að alt þetta verði
gjört í sjálfu húsinu, og má þá, þegar ofmikið verður
af vatni, leiða það, annaðhvort niður í gólfið, eða í
kassa þann, sem stendur undir aðalkassanum, og get-
ur það þá runnið í sömu átt, og niður um sama op
og vatnið úr aðalkassanum. þ»ví meira vatn, sem að
streymir í húsinu því hlýrra verður í þvi, ef að vatnið
er hlýrra en loptið.
þ>að er reyndar nokkuð dýrara, að hafa útklaks-
kassa í aðalkassanum, en aptur er svo margur hagur
við það, að sumir telja það í öllu hentara. Vilji menn
ekki hafa glerbotn, má í viðlögum hafa hann úr tré
sléttheflaðan og smurðan í vatnsgleri. Coste brúkar
til þess sívalar stangir úr gleri, eins og síðar verður