Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Síða 61
«33
einnig til þessa eru kassar með föstum botni betri, af
því að fæðan ekki kemst úr kassanum, fyr en hún hefir
borizt eptir öllum straumnum, og það sem ungviðið þá
ekki hefir tekið til sin, fer í gegnum gaflvefinn. í út-
klakskössunum má halda altað 3,000 af ungviði í 2 til
3 mánuði, en þess verður að gæta, að hafa ekki of
mikla mergð í þeim.
Efað menn vilja hleypa ungviðinu út í stærri ali-
polla, eða læki úr þessum kössum í einu, þá er það
mikið hagkvæmara, og eins er það hægra fyrir, ef að
fjöldinn verður ofmikill og menn vilja þynna ásetning-
una í kassanum, að taka þá upp til flutnings á annan
stað. Fæðu þá, sem fer út um gaflvefinn, í aðalkass-
ann á svæði það, sem er autt á milli vefjagaflanna og
gaflsins á aðalkössunum, má hæglega taka upp með
lítilli sogpípu. Af verkfærum verða menn að hafa:
hnna, tvær klýpur úr járnþynnu og dálitla sleif úr
járnþynnu með smágötum á, til þess að geta tekið
egg eða ungviði úr útklakskössunum, og að lokum, á-
reiðanlegan hitamæli, sem aldrei má án vera. Nokkr-
um vikum áður en farið er að brúka tilfæringarnar á
að setja þær upp, svo að alt sé í lagi, áður en hrogn-
in eru látin í þær. þ>etta er einkum nauðsynlegt i
þeim kössum, sem ekki eru allir smurðir með vatns-
gleri, svo að úr trénu sé útvötnuð öll þau efni, sem
eru skaðleg, svo sem‘ sútarsýra og viðarfita eða
harpix.
Ef að nú útklakskassarnir, meðan í þeim er haft,
verða of þröngvir, þá getur komið að góðum notum
kassi sá, sem settur er undir aðalkassann, og má í
honum hafa annaðhvort vatn það, sem umfram má verða
úr afveizlurennunni, eða vatn það, sem rennur úr að-
alkassanum. þar má og hafa útklakskassa. Af þeim
á ætið að hafa einn eða tvo til vara. Ef að þarf að
hreinsa kassana meðan verið er að klekja út, má taka