Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Side 63
smyrja það optlega með uppleystu vatnsgleri, þó mun
þessa ekki nauðsynlega þurfa, ef að kerið er gamalt.
Niður við botninn á kerinu er hafður krani. Kerið
eða tunnan er sett á mátulega háa stokka. Undir
kranann er látinn kassi, sem er búinn til úr einni fjöl
í botninn og tveimur í hliðarnar. Gafiana er bezt að
hafa úr gleri, sem lagt er við lista, og stifta svo rúð-
urnar innanvert í kassanum, eins og gluggarúðu, og
kítta hana svo að utan, til þess að kíttið ekki komi
við vatnið. Glergaflarnir eiga að vera þumlungi lægri
en hliðarveggirnir, og kassinn á að hallast um ^/a Þumi-
í þennan kassa skal láta útklakskassa eins og í stærri
tilfæringunni, en einungis einsetta röð. fegar nú er
búið að fylla kerið, á að opna kranann, svo að dálítið
renni út, og er það vanalega nægilegt, að það að eins
drjúpi fljótt. Við endann á kassanum, sem er látinn
vera nógu hátt, er sett viðtökuker fyrir vatn það, er
úr kassanum rennur. Ekki skal hella meiru í efra
kerið, en hið neðra getur tekið við úr kassanum, og
haga svo til rennslinu, að það geti endzt í sólarhring.
Tvær eða þrjár fötur munu nægja, en bezt er þó að
rennslið í gegnum tilfæringuna sé heldur ríkulegt. Ef
að vatnið er leirkent, er rétt að fylla efsta kerið til
helminga með sandi og muldum viðarkolum til þess
að vatnið hreinsist. í slíkri tilfæringu, 2 álnir á lengd,
má hæglega klekja út þúsundum laxa eða silunga, og
sé vatnið tært, þarf mjög lítillar endurnýjunar á því.
Eins og áður er sagt, þarf ekki sérstakt hús til þessa
útklaks, en það má hafa í vanalegum híbýlum, með
litlum tilbúnaði. þ>annig hafa allmargir klakið út bæði
laxi og silungi í íbúðarhúsum, og það enda með enn
minni tilfæringum. Ýmsir hafa klakið fiskum út með
því að hafa skál standandi t. a. m. á hyllu, og láta
vatn drjúpa úr henni og niður í aðra leirskál, sem er
þakin í botninn með smásteinum eða leirbrotum og