Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 68
140
verið oflengi i kvið hrygnunnar, eptir að þau losnuðu,
og að þau því hafa mist krapt þann, er þau áður höfðu,
ef þau hefðu þá gotizt. Að þetta ekki er eins og
vera á, má merkja af tvennu, fyrst því, að vilsukennt
efni, sem annars ekki verður vart við, kemur út með
fyrstu eggjunum, ogþví næst áþví, að þau fá hvítan lit,
þegar þau falla í vatnið. Menn mega varast að láta
mikið af þeim fara í frjóvgunarkerið, en af því að
hinn skaðlegi vökvi sem hleypur utanum eggin, ein-
ungis kemur með þeim fyrstu, öllu heldur skipta þeim
niður á fleiri ker, og er það því nauðsynlegra, sem
að eggin eru fleiri; en hafi nokkuð af vessanum kom-
ið í kerin, er réttast að skipta um vatn á þeim, en
þó svo að eggin ekki verði á þurru.
Strax þegar öll merki eru til þess, að fiskarnir
séu alveg gotfærir, verður að taka til verka.
Sem frjóvgunarker er bezt að hafa nokkuð stórt
fat, flatt, úr leiri eða steinefni, eða lága mjólkurbyttu,
eða trog úr tré, hvorttveggja með flötum botni, til þess
að eggin breiðist út, og ekki falli í kekki, því þá
frjóvgast ekki þau neðstu, sem undir verða. Ef að
menn eiga við stóra fiska, er bezt auk hinna flötu
skála eða troganna að hafa stóran stamp, sem fyltur
er nægilega, þó aldrei meira en til hálfs, með hreinu
vatni, sem hefir 4—8 0 R. hita.
Ef að hrygnurnar eru svo stórar, að einn maður
ekki getur farið með þær eins og þarf, það er: haldið
þeim og þrýst hrognunum út, er bezt að hafa aðstoð-
armann einn eða jafnvel tvo. Einn heldur þá um haus
fisksins við tálknin, og annar með hendinni um sporð-
inn fyrir aptan gotraufina, svo að hún verði rétt yfir
troginu, sem er látið standa á grindum, meis eða hripi.
þ»riðji maðurinn fer með höndunum lauslega aptur
eptir kviðnum, þannig að hann leggur sína hvora hönd
niður frá hryggnum, svo að gómarnir lenda saman