Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Page 69
/
141
undir kviðnum, og gjörir hann þetta svo opt sem þarf.
Með því að neðri hluta fisksins veit niður á við, losna
hin neðstu egg og fara út, sökum eigin þyngda, af
sjálfs dáðum, og síga hin eggin svo niður smátt og
smátt, þegar fiskinum þannig er strokið um kviðinn.
Sé fiskurinn ekki stór, höndlar hann einn maður, tekur
með vinstri hendinni um hausinn á honum en með
hægri fyrir aptan gotrauf, færir hann fljótt upp úr
vatninu, hallar honum dálítið á hliðina rétt fyrir ofan
frjóvgunarkerið, svo að gotraufin verði sem næst fyrir
ofan vatnið, beygir fiskinn í hlikk nokkuð líkt bugð-
unni á latnesku s, fyrst lítið, en síðar lítið eitt meira.
f>egar hrognin hætta að streyma út, má leggja hend-
ina yfir bak fisksins og með þumalfingrinum og hin-
um fingrunum lögðum um kvið hans fara þeim laust
aptur með kviðnum. Vatnið í frjóvgunarkerinu má
ekki vera dýpra en tæpur i x/2 þumlungur, og eggin
eiga að breiðast út á botninn í því, án þess að hvert
liggi ofan á öðru. £>að er nóg að tveir höndli fisk,
sem er að meðalstærð, en einn lítinn fisk. þ>egar
hrygnan hefir látið svo mörgum eggjum, að botninn
á troginu er hulinn eggjum, sem næst í einsettri röð,
á að sleppa hrygnunni aptur í stamp þann, er hún
hefir verið tekin úr, og skal þá taka svilfiskinn úr
þeim stað, sem hann er geymdur, má brúka annan
manninn til þess, ef fleiri eru, en hinn þriðji getur þá
verið til taks, til þess ef að slím eða önnur óhreinindi
hafa komið í frjóvgunartrogið, að hella vatninu úr því
að mestu eða öllu, og láta aptur hreint vatn í trog-
ið, en vatnið má taka úr stampinum til þessa. þetta
verður að gjörast, áður en byrjað er á frjóvguninni.
Úr svilfiskinum er svo þrýst, á sama hátt og farið er
með hrygnuna, nokkrum dropum af svilamjólk. f>eg-
ar hún er fullmögnuð, rennur hún liðugt, og er hvít og
þykk eins og rjómi. J>egar af henni er komið svo