Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Side 71
>43
45 minútur til þess að eggin þrútni eða taki sig og
verði laus. Á þessum tíma má hitinn í vatninu ekki
breytast. þar á eptir eru eggin lauslega skoluð, eða
skipt um vatn, og lögð í útklakskerin. Sé nú lítið til
af svilamjólk, má taka hana í flösku, láta undir eins
dálítið af vatni í hana, hrista svo nokkrar sekúndur og
vatna svo yfir eggin á diskinum með svilablandinu,
hreifa því til og skola eins og áður er sagt. þessi
frjóvgunaraðferð á þurru, sem svo er kölluð, hefir þann
hag í för með sér, að hún gefur fleiri hrognfiska, en
sú vanalega aðferð, er gefur fleiri svilfiska. fannig
fengust með þurri frjóvgun í Lausanne 1879 598 hrygn-
ur á móti 86 svilfiskum.
í lýsingunni hefir verið gjört ráð fyrir, að hrygn-
an sé tekin úr vatni, og strax þar á eptir losuð við
hrognin, meðan henni er haldið í beru lopti. Enskir
fiskfræðingar, eigi allfáir, þar á móti halda því fram,
að hrognin, þegar þeim er þrýst út, ekki megi verða
fyrir áhrifum loptsins, og halda því fiskinum þannig,
að gotrauf hrygnunnar liggi í vatni í stampi, meðan
hrognin eru látin fara út. Hin aðferðin hefir tekizt
svo vel, að ekki er ástæða til þess að hafa á móti
henni, en þó má vel fara að, eins og Englendingar,
einkum þegar það er hægt, og fiskurinn ekki er svo
stór, að það hamli því.
Öll handtök við frjóvgunina verða að fara fram
greiðlega og nákvæmlega, og svilamjólkin ná saman
við eggin svo fljótt sem verða má. það er þó ekki
með þessu sagt, að egg, sem hafa verið í vatninu
nokkrar mínútur, áður en svilin ná þeim, ekki frjóvg-
ist, heldur er reynd á því, eins og áður er sagt, að
laxa- og silungsegg, sem hafa legið i vatni alt að
klukkustund, áður en svilin náðust, gátu frjóvgast.
Menn hafa mörg dæmi þess, hversu vel að frjóvgunin
geti tekizt, og það svo vel, að úr einum laxi náðust