Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Page 72
144
20,000 egg eða hrognkorn, og af þeim var ekki nema
eitt einasta, sem misheppnaðist, enda var það hvítleitt
frá fyrstu byijun. Annars má eptir reynslunni áætla,
að við reglulegar fiskiklakstilfæringar og rétta með-
ferð og tilhögun á öllu farist minna en 5 af hundraði,
sem ekki geta klakizt út, eða 1—2 af hundraði, og er
því engin samjöfnuður gjörandi á milli mannverknaðar
þessa, og þeirra ókjara, sem útklak fiskanna verður
fyrir í fljótum og vötnum. Með aðstoð mannanna
verður útklakið bæði áreiðanlegar og vissar. Stund-
um kemur það fyrir, að ekki getur tekizt að losa
hrygnuna við öll eggin í einu, og ber það til þess, að
herpingur kemur í gang þann, sem eggin leiðast út
um; þá er réttast annaðhvort að láta hrygnuna aptur
ívatn sitt ogbíða nokkuð, eða halda henni yfirfijóvg-
unarkerinu, og styðja með fingri á kvið hennar, þang-
að til herpingurinn fer burtu.sé henni svo haldið beint
upp, koma eggin opt af sjálfu sér, án þess að um kvið
hennar sé strokið. Ef að bak fisksins beygist lítið
eitt aptur á bak, hafa menn fundið, að hrygnan missir
afl til þess að halda hrognaeggjunum, sem koma þá
út mjög hraðlega. En það er réttara, að fara að öllu
sem liðlegast, og reynslan sýnir, að alt tekst betur,
þá svo er að farið, heldur en ef að harðleikni er við
höfð, eða aðferð, sem er ósamboðin eðli fiskanna.
Stundum, ef að stór silungur er óviðráðanlegur, er
hann kræktur á agnarhaldslausum aungli, og svo hald-
ið í keri, festum á bandi við spanskreyr, sem sveigja
er í, og þreytist hann þá von bráðar, svo að við hann
má ráða. Sumir hafa fiskinn í tréhaldi, sem er lagað
eptir stærð hans, eða í umbúðum milli tveggja fjala,
meðan á gotinu stendur, en þó svo, að kviðurinn sé
óhulinn. þessi áhöld verða að vera löguð eptir stærð
fisksins. Enskur fiskfræðingur Buckland hvetur til