Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Síða 73
145
að halda fiskunum í votum klútum, meðan á gotinu
stendur.
fess skal getið, að það hefir heppnazt að koma
fram kynblendingum með því að frjóvga silungs- eða
laxahrogn með svilum ur laxi eða silungum, en af því
þetta ekki hefir neina sérlega búnaðarlega gagnsemi
í för með sér hér á landi, leiðum vér hjá oss að lýsa
slíku.
Nokkrum stundum eða að eins nokkur augnablik
eða mínútur eptir frjóvgunina má sjá breytingu á eggj-
unum. f>egar þau koma úr kvið fisksins, eru þau
smáhrukkótt, eins og að innihald þeirra ekki fylli
skurminn út. f>au soga svo vatnið til sín, en eru
þangað til nokkuð flöt og loða saman, en verða svo
hnöttótt og losna hvert frá öðru. Hin fyrstu sýnilegu
áhrif frjóvgunarinnar eru þau, að eggin dökkna lítið
eitt eða eru ekki eins ljós og áður, þegar þau komu
úr kvið fisksins, en brátt á eptir verða þau smám-
saman hálfgagnsæ. í sama mund fer að sjást dálítill
kringlóttur hringmyndaður blettur, sem ekki sást áð-
ur, á vissum stað í egginu. fessi punktur myndast
við samdrátt af mjög smáum kornum, og er kallaður
fræið eða fósturbletturinn, og legst þar utanum hring-
ur af smá-fitudropum. Margir hafa talið þetta sem
órækan vott um, að eggið þá sé frjóvgað, en það er
ekki rétt, af því að punktur þessi einnig sýnir sig á eggj-
um, sem ekki eru frjóvguð, en á þeim kemur hann fram
bæði seinna og óreglulegar. En þeir, sem eru vanir
fiskiklaksmenn, geta jafnvel án stækkunarglers mjög
fljótt gjört mun á frjóvguðum og ófrjóvguðum eggj-
um. Hin ófrjóvu egg sýna sig svo, annaðhvort með
því eptir að missa gagnsæi sitt að verða hvít, eða með
því einnig að verða enn gagnsærri, og fá á sig eins
og fágaðan málmlit. í byrjuninni eða þrjá fyrstu dag-
ana verða eggin fastari, og á fyrstu 70 stundunum