Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 81
153
izt út, og því yngri sem þeir eru, þess hægra er að
flytja þá, og allrahelzt strax eptir að þeir hafa ungazt
út, og er þá tvent áríðandi, jafn og mátulegur hiti, og
nægilegt lopt. þ>að er þá, ef ekki eru notaðar tilfær-
ingar líkar þeim, sem síðar mun lýst, bezt að flytja þá
í keri eða íláti, og hafa nokkuð af vatnagrösum, t. a.
m. góðum dýjamosa en vel hreinum, i ílátinu, og skipta
svo um vatn af og til, minst svo sem 4. hvern tíma,
eptir því hvort fiskarnir eru margir eða kerið stórt.
f>að varðar mestu að þeir hafi nægt lífslopt. En
bezt væri, ef menn gætu komið því við, að þurfa ekki
að skipta vatni, en í stað þess gætu hagað svo til, að
ofurlítil vatnsbuna gæti runnið í ílátið, sem fiskarnir
eru í, til þess að endurnýja vatnið. það vatn, sem
fiskurinn er tekinn úr, er bezt til flutnings. því stærri
sem fiskarnir eru, því vandameira er að flytja þá, og
þarf að gæta þess vandlega, að þeir ekki farist sök-
um loptleysis, og þegar menn hér á landi hafa reynt
að flytja fiska úr einum stað í annan, hefir það svo
opt misheppnazt af þessari ástæðu. Ef því verður við
komið að flytja fiska eptir fljótum eða vötnum, þá er
ekkert hægra, en að búa sér til fiskikassa með mörg-
um götum á, og draga hann eptir vatninu eða straumn-
um. þ>ar endurnýjar vatnið sig sjálft, svo að einlægt
er nægt lífslopt.
pó að eg vildi gefa mönnum leiðbeiningu um
þetta, þar eð hér á landi eru mörg vötn og fljót, sem
nauðsynlegt væri að flytja fisk í, þá er það ekki svo
hægt, vegna þess að ávalt er að gjöra um fiska af
misjafnri stærð, misjafna vegalengd og tilfæringar til
flutningsins. Til þess þó að gefa mönnum dálitla hug-
mynd um andrúmsloptið sem skilyrði, má tilfæra,. að
fiskifræðingurinn Seth Green telur, að 5000 silungar
1—2 ára, og 2000, 2—3 ára geti lifað í 2 pollum, sem
séu á stærð, hinn minni 57 nál., en hinn stærri 14.2 □
Tímarit hins íslenzka bókmeDtafélags. II. 10