Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Síða 83
i55
hinna tvöföldu botna með pípu úr Guttapercha, og er
efri endinn á henni festur við neðra opið á kúlunni,
en neðri endinn á pípunni við járnpípu, sem gengur
niður með hinum beina gafli kistunnar niður í neðra
hvolfið, sem er milli hinna tvöföldu botna. Hinu gat-
inu á kúlunni veitir upp, og þarf ekki annað en styðja
fingrinum á það, því þá þrýstist loptið úr kúlunni nið-
ur og inn á milli botnanna. þ>aðan getur það ekki
komizt, nema með því að fara upp um smágötin á efri
botninum; dreifist það þá fyrst í vatninu, og stígur svo
upp um leið og það liðast í sundur í óteljandi smá-
bólur, og endurnýjar þannig vatnið, sem fiskarnir eru
í. Til þess að vatnið ekki óhreinkist á leiðinni af
saurindum frá fiskunum, er réttast að láta þá fasta í
sólarhring, áður en farið er að flytja þá, en á leiðinni
þarf ekki að gefa þeim fæðu. Fiskunum verður að
hleypa út mjög gætilega, og forðast snögga breytingu
á hita og vatni, því það er opt sitt með hverju móti
á hverjum stað. það er því réttast að láta flutnings-
kistuna niður í vatnið, sem hleypa á fiskunum út í, og
svo láta vatn í kistuna á líkan hátt og áður hefirverið
tekið fram um flutninga. þ>að er sagt, að í slíkri tii-
færingu megi flytja þúsund þriggja mánaða silunga í
25 pottum af vatni, sem aldrei er skipt um á leiðinni.
Menn eiga aldrei að flytja fiska í slæmum veðrum og
sízt í þrumuveðri. Hreint lopt og óspilt er og aðal-
skilyrði hvort heldur fyrir flutningi eða fiskiklaki, og
t. a. m. tóbaksreykur og önnur stækja er ætíð skað-
leg.
í Gullþóris sögu er þess getið, að fiskar hafi
verið fluttir úr vatni og bornir í læk, er þar var í
nánd, og þar hafi orðið í mikil veiði; en á síðari tím-
um hefi eg eigi heyrt getið um flutning á fiski nema
úr Hlíðarvatni í Ölfusi í vatn það, sem er hjá Her-
dísarvík. Fiskarnir voru fluttir í vatnið árið 1861 í
10*