Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Síða 93
var því öll von til að mentun manna á meðal væri dauf
um þetta bil, og það alt fram undir lok 18. aldar,
þeirrar aldar, sem hafði í för með sér svo afarmiklar
breytingar um alla Norðurálfuna, þá er andi þjóðanna
lá í fjörbrotum forneskjulegs mentunarreigings og bjóst
til þess, að fljúga upp aptur endurlífgaður og endur-
nýjaður sem fúglinn Fönix, og mynda nýtt tímabil í
bókfræðunum, sem þjóðverjar nefna í bókfræðiritum
sinum „die Aufklarungíí (birting, upplýsing). Menn
skyldu nú ætla, að ekkert af þessum áhrifum hefði náð
til hins kalda, fjarlæga, isumkringda lands vors, sem
var þá mörg hundruð mílna út úr veröldinni, eins og
það er nú reyndar enn að sumu leyti; en það var
þó eigi til fulls. En áhrif af þessum mentunarhreif-
ingum bárust þó hingað frá háskólanum í Kaupmanna-
höfn, mest þar sem Eggert Olafsson var (1726—1768);
hann orti og reit á íslenzka tungu með nýjum og fögr-
um blæ; en samt hafði hann lítil sem engin áhrif þá,
því að íslendingar voru þá hyltir í hjátrú og fáfræði
og öll bókvísi fólgin í vesölum rímum og sálmum; en
Eggerts naut þá líka svo stutt við, þar sem hann féll
frá á unga aldri og dó frá framfaraverki sínu nýbyrj-
uðu. Eggert hefir eigi föst og rík áhrif á bókfræða-
stefnu íslendinga fyr en nærfelt 70 árum eptir fráfall
hans, eptir að kvæði hans höfðu verið gefin út (1832).
Áður þektu hann sárfáir, svo að það var engin von
til þess.
Hugmyndin um nauðsyn alþýðlegrar mentunar
ruddi sér mjög rúm um Norðurálfuna á ofanverðri 18.
öld, og mun það hafa runnið frá Frakklandi (frá
„encyclopædistunum*), ogþaðan breiðzt út til þýzkalands
1) Encyclopædistar (fjölfræðingar) voru nefndir nokkrir
vísindamenn á Frakklandi, sem gáfu út rit eitt mikið, er var
kallað Encyclopædie (fjölfræðisbók), sem náði yfir flest vís-