Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Síða 95
o. fl. fað var að sönnu innlent félag-, og gaf út mörg
rit, flest að sönnu þýdd úr dönsku eða þýzku, en þau
voru jafngóð fyrir það. 1796 andaðist Hannes biskup,
og upp frá því var Magnús Stephensen einráður formað-
ur þess. Fékk það í fyrstu allmikið álit á sig, og var
staðfest með konungsbréfi dags. 27. júní 18001; en þá
fór einmitt að draga úr því. Magnús Stephensen2 var
einn af helztu mönnum þessarar aldar, og var fyrst við
háskólann einn af styrktarmönnum lærdómslistafélags-
ins. En er hann var kominn til íslands, og búinn að
koma sér vel fyrir, fékk hann því framgengt, að prent-
smiðjunum á Hólum og Leirá var steypt saman. Með
því móti gat hann haft allar islenzkar bókmentir í
hendi sér, enda lét hann og eigi sitt eptir liggja, að
styðja sem mest og bezt að alþýðumentuninni hér á
landi; hann var líka stórauðugur maður, og gat að
ósekju lagt mikið fé fram, þó að lítill væri hagur að
bókaútgáfum þá. Hann gaf út hinar ágætu alþýðu
fræðibækur, „Vinagleði“, „Gaman og alvöru“, „Smá-
sögur“ o. fl. sögulegs og vísindalegs efnis, og er ein-
kennilega fagurlega blandað efninu í þeim bókum.
Sömuleiðis reit hann og sögu eða „eptirmæli 18. aldar“,
ágæta bók, þó að hún sé nokkuð undarleg að búningi
og blæ. Síðan gaf hann og út fjölda annara rita, þar
á meðal rit lögfræðilegs efnis („Hjálmar á Bjargi“,
„Handbók fyrir hvern mann“ o. fl.), til þess að koma
alþýðu manna í skilning um skyldur hennar og kvaðir.
Bráðlega eptir aldamótin fór landsuppfræðingarfélag-
1) Lovsamling f. Island VI, 461—462.
2) Hann var fæddur 27. des. 1762; útskrifaðist úr Skál-
holtsskóla 1778, og fór utan til háskólans 1780 : þar tókhann
öll próf með bezta vitnisburði, og útskrifaðist í lögum 1788.
Sama ár varð hann fyrst varalögmaður fyrir norðan og austan,
en síðan lögmaður (1789) og efsti dómari í yfirdóminum frá
1800 og til dauðadags. Hann dó 17. marz 1833.