Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Síða 96
168
inu að hnigna, þvi ógurlegf harðindi þyrmdu þá yfir
landið og þjökuðu því framan af þessari öld, og við
það hurfu hugir manna frá námi, ogfélagar fækkuðu,
og starfsemi manna í að rita sljóvgaðist. Magnús hafði
því einvald í félaginu all-langan tíma, og var mönnum
lítt kunnugt um gjörðir þess. Stefán amtmaður kærði
því Magnús fyrir stjórninni, fyrir að hann gæfi enga
skýrslu um félagið, og fékk því fram komið, að hon-
um var boðið að gjöra grein fyrirgjörðum sínum með
bréfi dags. 16. júlí 18031, en félagið stóð við sama
eptir sem áður, og fáir vissu neitt um það til hlítar.
Árið 1824 var stiptamtmanni og biskupi boðið að gjöra
grein fyrir, hverir og hve margir væru félagar, og var
það boð endurnýjað með kgsbr. dags. 18. apr. 18272;
þetta er hið síðasta, sem til er um landsuppfræðingar-
félagið, og mun það þá fljótlega hafa dáið út, eða að
minsta kosti fara engar sögur af því upp frá því3 4.
1812—1816 var prentsmiðjan á íslandi aðgjörða-
lítil eða nær aðgjörðalaus, og mentir og fræðsla fjör-
laus og dauf. f>á vaktist upp ágætur maður meðal
Dana, Rasmus Kr. Rask (1787—1832) til þess, að fá
nokkra íslenzka námsmenn til þess að koma á fót ís-
lenzku félagi, sem væri þess um komið og hefði fyrir
mark og mið að halda fram hlutverki landsuppfræð-
ingarfélagsins. Svo fór, að félagið var stofnað á fundi
í Kaupmannahöfn 30. dag maímánaðar 1816, og var
þá kallað hið íslenzka bókmentafelag. Stofnendur þess
voru auk Rasks Arni Helgason, Bjarni Thorsteinson^
1) Lovsamling f. Island, VI, 642—643.
2) Lovsamling f. Island, IX, 169—170.
3) Samb. P. Pétursson: Hist. eccl. Island. 340—341.
Bækur landsuppfræðingarfél. hinar helztu taldar í sömu bók,
bls. 336—337.
4) Bjarni Thorsteinson er fæddur 31. marz 1781, útskr.
úr Rvfkurskóla 1800, og nam síðan lög við háskólann, og