Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Síða 97
169
og Finnur Magnússon\ Félag þetta er i tveimdeild-
um, og situr önnur þeirra í Reykjavík, en hin í Kaup-
mannahöfn. það heíir séð fyrir útgáfu margra ágætra
bóka, t. d. Oddsens landafræði, Sturlungu, Arbókanna,
Safns til sögu íslands m. fl. En bezta og frægasta
verk þess hefir verið útgáfa hins ágæta uppdrdttar ís-
lands, er Björyi Gunnlaugsson bjó til á mælingarferðum
sinum hér um land frá 1831—1846. Auk þessa hefir
það og gefið út nokkur almenn vísindarit, mest sögu-
legs og náttúrufræðilegs efnis. Fyrst lengi var bók-
mentafélagið nokkuð einskorðað, og komst illa inn í
hugi manna, og má bezt sjá það á því, að frá 1826—
1840 voru félagar þess litlu fleiri en 30 hér á landi* 1 2,
enda voru rit þess eigi jafnvel fallin til alþýðument-
unar, sem sum rit landsuppfræðingarfélagsins, t. d.
Kvöldvökurnar og Vinagleðin, og hafa aldrei orðið.
Alt fyrir það hefir þó bókmentafélagið verið lífið og
sálin í bókfræðum vorum á þessari öld, þráttfyrir all-
tók próf í báðum greinum 1807, bæði með lofseinkunn.
Hann hafði ýms embætti á hendi í stjórnarráðinu, er snertu
Noreg og ísland, þar til hann.varð assessor í landsyfirréttin-
um á íslandi 1820. Amtmaður í vesturamtinu 1821. 1849
fékk hann lausn í náð frá embætti, og var síðan í Rvík. Hann
dó 3. nóv. 1876.
1) Finnur Magnússon er fæddur 27. ágúst 1781, útskr. af
Geir biskup Vídalín 1797, ogfórutan samsumars, og stundaði
lögfræði, en varð þó stopult vegna vanheilsu. Hann var í
Rvík 1803, og var þá settur málaflutningsmaður við yfirrétt-
inn, og var það til 1812 ; þá fór hann utan aptur, og var hon-
nm þá tekið tveim höndum bæði í Englandi og Danmörku
vegna ritfrægðar sinnar. Prófessorsembætti fékk hann 1815,
og 1819 tók hann að halda opinbera fyrirlestra í fornfræði og
goðafræði Norðurlanda, og hélt því áfram til 1829. 1822 varð
hann formaður Á. M. legatsins, og stóð fyrir útgáfum þess.
Heiðursdoktor 1836. Meðlimur hins kgl. d. vísindafél. 1830,
og heiðursfél. vísindafél. í Uppsölum 1845 o. s. frv. Hann dó
í Kaupmannahöfn 24. des. 1847.
2) Hið íslenzka bókmentafélag, Kh. 1867, bls. 46.
Tímarit hins íslenzka bókmeDtafélags. II. n