Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Side 99
i7i
ur rituð (Finnur Magnússon reit sagnablöðin emn),
enda voru þau hin einu rit, er þá fylgdu tímanum, en
það hafði svo lítið að segja, vegna þess að bókmentar
félagið var svo lítið útbreitt. En upp frá þessu fer
stefna íslenzkra bókmenta að breytast og mikil fram-
för fer að ryðja sér rúm, mest fyrir aðgjörðir nokk-
urra umkomulítilla íslenzkra námsmanna við háskólann
í Kaupmannahöfn.
Árið 1828 byrjuðu þeir Baldvín Einarsson1 2 3 og
þorgeir Guðmundsson2 að gefa út ársrit, er þeir köll-
uðu „Ármann d alþingB. það var framfararit og rit-
að með fögru og vönduðu máli, og voru í því rit-
gjörðir ýmislegs efnis, bæði búfræðilegs og annars.
þar á meðal má geta þess, að þar var fyrst minzt á
þörf vora íslendinga á alþingi heima. En Ármann
hélzt eigi við nema 4 ár, og dó út með Baldvín Ein-
arssyni, og entist því eigi aldur til að gjöra slíkt gagn,
er hann annnars hefði getað gjört.
Árið 1835 kom út í Kaupmannahöfn „Fjölnir“,
1. ár, gefinn út af nokkrum íslendingum, sem þá
voru nýorðnir stúdentar. Helztir þeirra voru þeir
Konráð Gíslason, Brynjólfur Petursson'*, Jónas Hall-
1) Baldvín Einarsson er fæddur 2. ág. 1801, útskr. 1824
af Árna Helgasyni, og var síðan skrifari 2 ár hjá Grími amt-
manni. Fór 1826 til háskólans og nam lögfræði, og lauk
prófi í henni 1831 með lofseinkunn. Eptir það fór hann að
stunda fjöllistavísindi (polytechnica). Hann dó af bruna 9.
febr. 1833.
2) porgeir Guðmundsson er fæddur 27. des. 1794, útskr.
úr Bessastaðaskóla 1814 ; hann nam guðfræði við háskólann,
og lauk prófi 1824. Fór síðan til Stokkhólms í erindum forn-
fræðafélagsins og ritaði upp handrit. 1827 varð hann kenn-
ari við »Söetatens Drengeskole« og síðar yfirkennari þar. Varð
prestur að Gloslundi og Grashaga á Lálandi 1839, en að Ny-
sted og Herrislev 1849. Dó 28. jan. 1871.
3) Brynjólfur Pétursson er fæddur 15. apr. 1810, útskr.
úr Bessastaðaskóla 1828, og fór utan til háskólans næsta ár,
11