Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Qupperneq 105
177
um umbrotum, sífeldri baráttu, bæði við sjálfan sig og
aðra; þegar einhver kemur fram, sem ber langt af
öðrum að hugviti og andlegu atgjörvi og kemur með
nýjar stefnur og nýjar skoðanir, þá gjörir hann tíma-
breyting í bókmentasögunni, og fjöldi manna fylgir
honum, þangað til annar kemur, sem dregur frá hon-
um. Slíkar timabreytingar koma eigi fyrir hér á landi,
engir „skólar“, engir flokkar; slikt getur ekki átt stað,
nema þar sem lærði flokkurinn er fjölmennur, en eigi
að eins fáar hræður eins og hér. Hér á að sönnu
stað framför smátt og smátt, en hún er umbrotalaus,
eðlileg afleiðing útlendra framfarahreifinga. Vér höf-
um því ekki annað fyrir hendi, en að fylgja framför-
inni hægt og hægt f hverju sem er, án þess að geta
markað oss nokkra vísa áfangastaði.
a) Skáldskapur. — Eins og kunnugt er, var all-
ur skáldskapur fyrir og um aldamótin á mjög svo lágu
stigi; síðan á 15. öld drottnaði rimnakveðskapurinn, og
hann og sálmaskáldskapurinn áttu þá forsæti á óðal-
stöð hinna fögru vísinda nær 400 ára tíma. Rímar-
arnir orktu rímur og sálmaskáldin sálma hverir í kapp
við aðra, og flestir hvorttveggja, og það í slíkri gríð,
að á tímabilinu 1500—1800 voru eigi færri en 100
rfmnaskálda á landi hér. Og þó að nokkrir þeirra væru
í rauninni góð skáld, t. d. Guffmundur Bergþórsson,
þorlákur Guðbrandsson og Arni Böðvarsson, þá gætir
þeirra varla innan um þennan aragrúa af rímurum,
því að hver sá, sem slysalítið gat komið saman fer-
skeyttri vísu, orkti þá rímur og sálma. þessi rímna-
mentun og sálmalist var bæði gagnslaus, vitlaus og
skaðleg, því að fyrir hana dó út öll fegurðartilfinning,
því að alt var bundið við að skrúfa saman orð í rím
og hljóðstafi, hvað illa sem þau áttu við og hvílíkt af-
skræmi sem málið varð við það, og var þó ekki einu