Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Page 106
i78
sinni svo vel, að nokkur formfeg'urð eða rímlipurð ætti
stað. Á 18. öld fór þessi smekkleysisstefna að keyra
fram úr hófi, en þá vaknaði Eggert Olafsson, og tók
að yrkja með nýjum og fegri blæ, og lýsa kvæði hans
því, að hann er óendanlega langt á undan sinum sam-
tíðarmönnum, bæði að formfegurð og andríki, þó vér
kunnum ekki við sumt hjá honum nú orðið. Hann er
ljóst og fagurt náttúruskáld, en síðri í öðrum greinum;
hann hefir áhrif af Essayistunum1 á Englandi og nátt-
úruskáldunum þýzku, og líkist þeim mjög, og verður
því sumstaðar þungur og heimspekilegur, enda er
hann meiri heimspekingur en skáld í mörgum kvæðum
sínum. þrátt fyrir þetta eru kvæði hans samt óviðjafn-
anleg, þegar litið er til timans, sem þau eru orkt á,
og hafa haft ákaflega mikil áhrif á hinn síðari tíma.
Fyrsta stig til endurbótar stíga þrjú skáld vor um
og eptir aldamótin. Hinn fyrsti er Jón þorldksson
(„Milton íslenzkra11)2. Hann átti við eymd og volæði
að búa alla sína æfi; hann var lítt þektur sveitaprest-
ur, örsnauður og allslaus, og þó hafði hann þrek og
dug til þess, þegar hann var orðinn örvasa af elli, að
snúa á íslenzka tungu hinu mikla kvæði: „Messias“
eptir Klopstock, og hafði þó þá nýlega lokið öðru stór-
kvæði, „Paradísar/nissi“ Aíiltons i íslenzkri þýðingu.
Auk þess hefir hann og þýtt Popes „Tilraun um mann-
1) Essayistar (tilraunamenn) eru kallaðir skáld og rithöf-
undar á Englandi, sem ritað hafa og orkt um heimspekileg
efni, og ætlað með því móti að gjöra alþýðu manna þau skilj-
anleg. Dæmi þessa skáldskapar er Popes »Tilraun um mann-
inn« (Essay of man).
2) Jón porláksson er fæddur 13. des. 1744, útskr. úr Skál-
holtsskóla 1763, og var þá fyrst skrifari nokkra stund. Hann
var fyrst prestr að Saurbæ í Dölum, síðan í Grunnavík, og
seinast (1788) að Bægisá. Hann dó 21. okt. 1819. »Ljóðmæli«
hansítveim bindum eru prentuð 1 Kaupmannahöfn 1842—43.
(Milton 1828 og Klopstock 1834—38).