Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Síða 107
179
inn“ og ýms kvæði eptir Tullin, Gellert og fleiri. Öllu
þessu hefir hann snúið með óþreytandi elju og snild,
og mun viða mega leita að betri þýðingum á Milton,
en þessi er. Enn fremur hefir hann orkt fjölda sálma
og tækifæriskvæða, og eru sum þeirra með bitrasta
ádeilublæ, t. d. „villuvitran“, „bardaginn við ljósið“ o. fl.
í þessum kvæðum er auðfundinn andi Gellerts og heims-
ádeiluskáldanna frá þeim tíma, t. d. Baggesens. Mál
og búningur hans er gott frá þeim timum, einkum á Mil-
ton og Klopstock, aflið er mikið, hugsunjn vel og skáld-
lega liðuð sundur og framsetning létt og lipur, og má
viða sjá, að hann hefir haft aðdáanlegt vald á málinu.
Fyrir þýðingar sínar og skáldskap varð hann svo fræg-
ur erlendis (meðal Englendinga), að hann fékk ársfé
sér til uppeldis, en þá var hann kominn á grafar-
bakkann og naut þess að eins fáa mánuði. 5>að eru
hin einu skáldalaun, sem nokkurt íslenzkt skáld hefir
fengið. Annar er Benedict Gröndal eldri b Eptir hann
liggur lítið, og er hið mesta „Musteri mannorðsinsu í
íslenzkri þýðingu eptir Pope, og nokkur önnur kvæði,
og eru þau flest ágæt að efni og blæ og mjög ólik
flestu þar á undan. Hinn þriðji er Sigurður Pltursson1 2.
Hann kvað heimsádeilur og háðkvæði líkt og Vessel
meðal Dana, og er i mörgu honum líkastur. Hann
1) Benedict Jdnsson Gröndal er fæddur 13. nóv. 1761,
útskr. úr Hólaskóla 1781, og nam síðan lögfræði við háskólann
og lauk prófi 1791, og varð þá varalögmaður í N. og A. um-
dæminu og lögmaður 1800. 1800—1817 assessor í landsyfir-
réttinum. Lagði þá niður embætti. Hann dó 30. júli 1826.
(»Ljóðmæli«, gefin út í Viðey 1833).
2) Sigurður Pétursson fæddur 1759, útskr. úr Hróars-
kelduskóla 1779, og nam síðan lög við háskólann og lauk
prófi með lofseiukunn 1788. Hann var sýslumaður í Gull-
bringusýslu 1790—1803, og fékk þá lausn frá embætti. Hann
dó 6. apríl 1827. (»Ljóðmæli hans og »leikrit« gefin út 1844
og 1846).