Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Side 109
i8i
kvæði hans eru stutt og að tiltölu fá, en þau ljóma
lika sem gimsteinar i bókfræðum vorum. Með honum
lagast, eða jafnvel myndast að nýju jartegnan (Sym-
bolik) i skáldskap, þar sem líkingum og sammiðunum
er beitt til þess að fá skáldlega lýsing á lífinu (sbr.
„Enginn ámælir“ o. s. frv.; „sé eg síltorfu11 og margt
fleira), og hugsjónirnar eru settar i samband við hið
verulega eða frumlæga i lífinu, til þess að ná ljósri
sammiðun hlutanna og tilverunnar; eru mörg þess dæmi
í kvæðum hans, sem eg hygg, að fátt muni við jafn-
ast. Hann stilar sögu mannanna með mikilfengum
skáldlegum krapti, bæði eins og hún er og eins og
hún á að vera, og felst því i kvæðum hans djúp speki,
sem jafnan má finna, ef að er gætt. Hann er algjört
ljóðaskáld, og algjörlega ólíkur öllum, sem hafa verið
uppi á undan honum; vil eg hér að eins tilnefna eitt
af mörgum kvæðum hans, það eru hin nafnfrægu
„Sigrúnarljóð“; þau eru, ef til vill, ein hin fegurstu
ástaljóð, sem nokkurn tima hafa verið orkt af nokkru
skáldi. Kemur þar einhver undarlega einkennilegur
blær, sem minnir á hinn óviðjafnanlega fagra kafla í
Helgakviðunum í Sæmundareddu, þar sem Sigrún býr
Helga sæng í hauginum og segir: „Fyrr vil ek kyssa |
konung ólifðanil o. s. frv. f>ar er eigi að finna hið
veiklaða og viðkvæma orðagjálfur, eigi grátandi kvein,
heldur óbifanlegt þrek, sem ekkert vinnur á, og fyrir
engu bugast. Tilfinningin í kvæðum hans er að sönnu
lifandi og áköf, en þrek skáldsins er meira, og hvar
sem þrek og tilfinning þreyta hvort við annað, fara
jafnan svo leikar, að þrekið ber sigurinn úr býtum.
(Til dæmis má taka vísuna: „Sker hefir skrölt í firði“
o. s. frv.). Mál er vfðast hvar ágætt hjá honum frá þeim
tfma að dæma, en kveðandi og búningur er fremur ó-
vandað, og hefir hann fylgt þeirri reglu, að láta kveð-
andina lúta í lægra haldi fyrir efni og orðavali.