Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 111
er mjðg fogur þýðing, en nokkuð Iausleg. Samt er
eigi svo að skilja, að hann sé svo bundinn þessum
skáldum, að hann liki eptir þeim (,,stæli“ þá); hann
er of sjálfstæður til þess; heldur lagar hann sig að
eins eptir anda þeirra, stefnu og blæ, og fær svo á-
hrifafþeim til fegrunar. Ættjarðarljóð hans eru óvið-
jafnanlega fögur og lýsa brennandi ættjarðarást; er
kvæðið: „ísland farsælda frón“ jafnvel hiðfegursta og
efnismesta kvæði, sem orkt hefir verið um ísland. En
mest listaverk af öllum kvæðum Jónasar er eflaust
„Hulduljóð“, því að þar hefir hann látið í ljós sjálfan
sig, stefnu sína og anda, brýtur bág við tímann, eins
og hann er, og sýnir fram á, hvernig hann ætti að
vera; saman við þetta vefur hann inndæli náttúrunnar,
skáldlegri hugsjón huldumeyjarinnar og endurvakinn-
ar myndar Eggerts Olafssonar, og gjörir úr því eitt
fullkomið listaverk.
J>essir tveir menn, sem eru svo ólíkir og þó svo
líkir, grundvalla alla stefnu hinna síðari tíma; Bjarni
er einstakur, sjálfstæður, rífandi, hvert orð hjá honum
er lemjandi leiptur, hugmyndirnar „heitar sem eldur
og hreinar sem mjöll“, og mörg vísa eptir hann felur
í sér meira en heilarbækur; Jónas er almennari, þýður
og ástríkur, orðin eru eigi eins rífandi, en hugsanirn-
ar eru svo þýðar og ynnilegar, að hjartað leiðist til
angurblíðrar værðar, svo að jafnvel sorgir lífsins gleym-
ast við að lesa hann. Að þessu leyti eru þeir ólíkir,
en líkir eru þeir að því, að báðir elska ættjörðu sína,
og berjast fyrir framför hennar, réttindum og sjálfs-
forræði, báðir vilja styðja að mentun og alþjóðlegum
heillum, og báðir þurfa að berjast við margt og mikið
til þess að koma vilja sínum fram. Sem skáldum má
jafna þeim svo saman, að Bjarni er einvaldur og þolir
engan samjöfnuð; hann er Napoleon skáldanna hér;
Jónas er viðráðanlegur, og getur miðazt við aðra; hann