Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Page 112
184
er eius og Gustaf Adolf. Báðir þessir menn hafa lík
áhrif og Goethe og Schiller hjá þjóðverjum. Ef að
eins annar þeirra hefði verið, hefði hann eigi gjört
nærri því önnur eins áhrif: annar bætir upp það sem
hinn vantar; Bjarni bætir Jónas með hinu risavaxna
hugsjónarafli, en Jónas bætir Bjarna með þýðleik sin-
um og inndæli.
Samtimis þeim Jónasi og Bjarna var Sveinbjörn
Egilsson1; hann var eigi skáld til jafns við þá hina,
því mörg af kvæðum hans eru heldur fátæk af skáld-
legri andagift, en allra manna liprastur og hreinastur
að efni og orðfæri. En þó að hann eigi gjörði mikil
áhrif með kvæðum sinum, þá hafði hann afarmikil á-
hrif á íslenzkt mál og mentun, því að hann var svo
lengi skólakennari, og var allra manna smekkvísastur
og fúsastur til að leiðbeina. Hann kunni meistaralega
að velja úr hinu gamla og nýja, og smíða úr þvi heild-
ir, sem áttu svo vel við alla, t. d. hið yndisfagra mál,
sem hann reit. — Með þessum mönnum var vöknuð
nýrri stefna, og þó að þeir ekki mynduðu neinn skóla
—til þess rituðu þeir of lítið og höfðu of einskorðaðan
hag—þá kendu þeir eptir sínu dæmi að nota áhrif af
útlendum fagurvisindamönnum, og menn lærðuafþeim
að búa sér þýðari blæ á skáldskap sinn. Eg get nú
verið fáorður um þá, er eptir eru og eptir þá komu,
og getið þeirra eptir stefnu þeirra. það sást brátt á
hér, sem víðar vill verða, að tilfinningaskáldskapur
Jónasar og Bjarna var rangskilinn og aflagaður, svo
að sum skáld hafa spilt gáfu sinni með því, að líkja
1) Sveinbjörn Egilsson er fæddur 6. marz 1791, útskr.
úr Bessastaðaskóla 1810, og fór þá utan og nam guðfræði
við háskólann, og lauk prófi í henni 1819, og varð þá kennari
við Bessastaðaskóla; varð rektor og doktor 1846; sagði af
sér embætti 1851. Hann dó 17. ág. 1852. (»Ljóðmæli« hans
eru gefin út í Reykjavík 1856).