Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Síða 114
i86
settur samhliða skáldlegum framförum annara þjóða.
Jón Thoroddsen1 var lipurt skáld og fagurt, snarp-
hæðinn f ljóðum sínum, þjóðlegur og alþýðlegur, en
eigi hugsjónarríkur eða sterkur. Honum svipar í mörgu
til Jónasar Hallgrímssonar, einkum að búningi og mál-
fegurð, enn jafnast eigi nærri við hann að efni og
hugsunum. Grimur Thomsen2 er einkennilegt skáld
og svipar til Bjarna að frumhugsunum og einkenni-
leik; hann er ágætur að yrkja með þjóðkvæðablæ,
svo engi íslenzkra skálda mundi gjöra betur, en í
öðru er hann síður. Kvæði hans eru bæði fá og stutt.
Jón þorleifsson3 4 var lipur og auðveldur, en eigi hug-
myndaríkur eða stór, en léttur og blíður. Hann er
nokkuð sorgblandinn og viðkvæmur í kvæðum sfnum,
en hvergi sést hjá honum hið algjörva svartnætti og
vonleysi, sem kemur fram hjá Gfsla og Kristjáni Jóns-
syni. Benedict GröndaT yngri er hugsjónaríkur og
1) Jún púrðarson Thoroddsen er fæddur 5. okt. 1819,
útskr. úr Bessastaðask. 1840; nam síðan dönsk lög við há-
skólann í Kaupmannahöfn og tók próf í þeim 1854. Síðan
var hann sýslumaður í Barðastrandarsýslu 1854—1861, og í
Borgarfjarðarsýslu 1861—1868. Hann dó 8. marz 1868.
(»Kvæði« hans eru gefin út í Kaupmannahöfn 1871).
1) Grímur porgrímsson Thomsen fæddur 15. maí 1820,
útskr. af Ama Helgasyni 1837 og fór samsumars utan, og
stundaði 3 ár málvísi og lögvísi við háskólann, og síðast »Æs-
þetik«. 1845 varð hann »magister«, og fékk ferðastyrk næsta
ár. 1848 fékk hann embætti í utanríkisstjórninni, og varð
þar síðast skrifstofustjóri. Yarð doktor 1853, 1867 kom hann
upp til íslands, og býr á Bessastöðum. (»Ljóðmæli« hans eru
gefin út f Bvík 1880).
3) Jún porleifsson er fæddur 12. maí 1825, útskr. úr
Bvíkurskóla 1851, og fór þá á prestaskólann, og lauk prófi
1853. 1855 varð hann prestur í Fljótshlíðarþingum og 1859
að Ólafsvöllum. Hann dó 13. febr. 1860. (»Ljóðmæli« hans
eru gefin út í Kaupmannahöfn 1868).
4) Bcnedict Sveinbjamarson Gröndal er fæddur 6. okt.
1826, útskr. úr Bessastaðaskóla 1846 og var við háskólann til
1850; síðan var hann f Bvík nokkur ár, þar til hann sigldi