Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Síða 116
i88
°g þýður í hugsunum, síljós og auðskilinn ; hugsunin
er ljós og einfold en þó tignarleg og fögur og talar
til hjartans. Hann yrkir eigi annað en ljóð (lyrisk
kvæði), en hefir líka náð þeirri fullkomnun í þeirri
grein, að hann má fortakslaust teljast hið langbezta
af lyriskum skáldum vorum. Hann er líkastur Jónasi
að blæ, auðveldi og þýðleik, því mál og efni falla
þannig saman hjá honum, að það verður eitt algjört
listaverk. Hann ritar manna bezt íslenzka tungu og
þýðir skáldrit annara þjóða með stakri snild, og eru
til eptir hann í þýðingum allmörg þeirra, t. d. „þús-
und og ein nótt“, ,,Axel“, „Sakúntala" o. m. fl.
Matthías Jochumsson* 1 hefir rikar og rífandi hugsjónir,
og kemur fram sem stórskáld í sumum kvæðum sínum,
en vantar dýpt og skáldlega festu, og verður því
stundum óljós, þungskilinn og óeðlilegur, og hættir
við gifuryrðum. Akafinn fer stundum með hann í
gönur, svo kvæðin verða orð en ekki andi. Sum
kvæði hans eru með hinum fegurstu kvæðum, sem
orkt hafa verið á ísl. tungu (t. d. „Hallgrímur Péturs-
son“). Jón Olafsson2 er skáld og einkennilegur í mörg-
um greinum, og eru sum kvæði hans allskáldleg, og
bera með sér „realistiskaníl blæ. Sum þeirra erujafn-
1830, útskrifaður úr Evíkurskóla 1851, nam síðan málvísi við
háskólann í Höfn og lauk prófi 1863. Síðan hafðist hann
við í Höfn, þar til hann varð kennari við lærða skólann í
Beykjavík 1872. (»1001 nótt«, gefin út í Höfn 1857—1866
og margt fleira).
1) Matthías Jochumsson erfæddur 11. nóv. 1835, útskr.
úr Reykjavíkurskóla 1863, og gekk síðan á prestaskólann, og
lauk þar námi 1865. Síðan var hann prestur að Móum nokk-
ur ár. Ritsjóri þjóðólfs 1875—1880. Prestur að Odda 1880.
2) Jón Olafsson fæddur 1850; gekk á Reykjavíkurskóla
en náði aldrei prófi; fór síðan í utanferðir, bæði um Noreg,
Danmörku og Norður-Ameríku, en settist að 1877 á Eskifirði
með prentsmiðju og gaf þar út »Skuld« 1877—1880. (»Söng-
var og kvæði* gefnir út á Eskifirði 1878).