Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Side 119
bera. Rfmnaskáld önnur hin helztu á þessari öld hafa
verið: Hannes prestur Bjarnason á Ríp (1777—1838),
Gísli Konráðsson (1787—1877), Magnús Magnússon í
Mag'nússkógum (-j-1839), Hákon Hákonarson í Brokey,
Niels Jónsson (-þ 1857) og m. fl.
b) Sagnafraeði. — Siðan íslendingar hættu að
rita sögur (um 1400), lá sagnafræði í dái sem önnur
vísindi, og kvað svo ramt að því, að í Reykjavíkur-
skóla hinum eldra (1785—1804) var að eins lært ágrip
af sögu fornríkjanna (fornaldarsögunni), og svo ekkert
meira1. En þess verður samt að geta, að sagan var
þá lítið fremur höfð að olbogabarni en aðrar vísinda-
greinir. Engi vissi þá, hvað saga eða sagnafræði var,
þegar prestarnir (nálega einu lærðu mennirnir frá ís-
lenzku skólunum) ekki vissu neitt um hag þjóðanna,
og þá sízt sinnar þjóðar, íslendinga, því íslandi og
islenzkum bókmentum var með öllu slept og engi
vissi neitt. Landsuppfræðingarfélagið gaf að sönnu út
Gallettis söguágrip, er Jón Espólín þýddi fyrir það, en
það var nær því einskis virði, svo var það stutt og ó-
fullkomið. Siðan var alt f deyfð og doða, nema hvað
Magnús Stephensen reit „eptirmæli 18. aldaru, sögu 18.
aldarinnar á íslandi, og er það að sönnu fróðlegt rit,
en allóskipulegt og undarlega fram sett. Síðan hafa
tveir menn bezt breitt út sögulega þekking manna á
meðal, annar á sögu lands vors, en hinn á almennri
mannkynssögu. Hinn fyrri er Jón sýslumaður Espó-
lín2. Hann var allra manna fjölfróðastur í sögum og
1) Hist. eccl. Isl. P. P. bls. 360.
2) Jón Espólin er fæddur 22. okt. 1769, lærði í heima-
skóla og kom til háskólaus 1789, og nam lögvísi, lauk prófi
1792, varð s. á. sýslumaður í Snæfellsnessýslu, 1796 í Borgar-
fjarðarsýslu og 1802 í Skagafjarðarsýslu \ laus frá embætti
1825. Hann andaðist 1. ágúst 1836. (»íslands Arbækur« í
12 bindum útg. í Kh. 1821—1855).